Ginobili óstöðvandi 8. desember 2007 11:40 Manu Ginobili sýndi hvers hann er megnugur í sigri San Antonio í nótt NordicPhotos/GettyImages Argentínumaðurinn Manu Ginobili fór hamförum annan leikinn í röð hjá San Antonio í nótt þegar liðið hafði sigur gegn Utah Jazz 104-98 í uppgjöri liðanna sem léku til úrslita í Vesturdeildinni í vor sem leið. Ginobili var allt í öllu hjá San Antonio líkt og gegn Dallas í síðasta leik og skoraði 37 stig, en meistararnir voru án fyrirliða síns Tim Duncan í báðum leikjunum. "Ekkert sem þessi maður gerir kemur mér lengur á óvart," sagði Gregg Popovich þjálfari San Antonio um frammistöðu Argentínumannsins, sem hefur líklega verið besti maður San Antonio í vetur. Liðið situr á toppi Vesturdeildarinnar með 17 sigra og aðeins 3 töp og hefur ekki tapað leik á heimavelli. Deron Williams skoraði 28 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Utah og Carlos Boozer var með 28 stig og hirti 17 fráköst, en tapaði 9 af 20 boltum Utah í leiknum og það gerði gæfumuninn - enda var Utah með 54% skotnýtingu í leiknum gegn aðeins 43,8% nýtingu heimamanna. Utah hefur ekki unnið í San Antonio síðan árið 1999 - sem er 17 leikja taphrina. Liðinu mistókst að nýta sér fjarveru Tim Duncan í gær og á síðustu tveimur leikjum meistaranna er ekki að sjá að þeim verði ógnað í bráð. Fimm í röð hjá Phoenix Phoenix er líka á fínni siglingu í Vesturdeildinni og vann fimmta leikinn sinn í röð í nótt þegar það skellti Washington á útivelli 122-107. Amare Stoudemire skoraði 27 stig og Steve Nash gaf 19 stoðsendingar fyrir Phoenix en Andray Blatche skoraði 19 stig fyrir heimamenn. Chicago stöðvaði fimm leikja sigurgöngu Detroit með góðum útisigri 98-91. Andres Nocioni var besti maður Chicago með 22 stig en Chauncey Billups skoraði 27 stig fyrir heimamenn, sem hafa tapað báðum leikjum sínum fyrir Chicago til þessa í vetur. Orlando tapaði óvænt á heimavelli fyrir Indiana 115-109 þar sem Danny Granger skoraði 27 stig fyrir Indiana en Dwight Howard skoraði 30 stig og hirti 15 fráköst fyrir Orlando. Philadelphia skellti New York 101-90. Jamaal Crawford skoraði 28 stig fyrir New York en Samuel Dalembert skoraði 20 stig fyrir Philadelphia. Boston taplaust heima Boston er enn taplaust á heimavelli eftir að liðið rótburstaði Toronto 112-84. Kevin Garnett skoraði 23 stig fyrir heimamenn en Anthony Parker var með 13 stig í liði Toronto sem var án nokkurra fastamanna í leiknum. Houston lagði New Jersey á útivelli 96-89 þar sem Jason Kidd spilaði með New Jersey á ný. Yao Ming skoraði 25 stig og hirti 11 fráköst fyrir Houston en Vince Carter skoraði 32 stig fyrir heimamenn. Met hjá New Orleans New Orleans jafnaði NBA met þegar liðið lagði Memphis 118-116 í framlengdum leik. Þetta var níundi sigur New Orleans í framlengingu sem er metjöfnun. Leikstjórnandinn Chris Paul fór hamförum hjá New Orleans með 43 stigum og 9 stoðsendingum og skoraði sigurkörfu liðsins. LA Clippers stöðvaði taphrinu sína með því að skella Sacramento 97-87 á útivelli. Chris Kaman skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst fyrir Clippers en Ron Artest skoraði 21 stig fyrir heimamenn. Enn tapar Miami Golden State lagði lánlaust lið Miami 120-113 með ógurlegum lokaspretti þar sem Baron Davis skoraði 13 af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta. Stephen Jackson var enn á ný mikilvægur í liði heimamanna og skoraði 28 stig og Monta Ellis 21. Dwyane Wade skoraði 33 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir gestina frá Miami og Dorell Wright skoraði 19 stig og hirti 17 fráköst. Shaquille O´Neal lék aðeins 21 mínútu í leiknum, en hitti öllum 6 skotum sínum og hirti 10 fráköst á þeim tíma. Þetta var þúsundasti leikur miðherjans á ferlinum. Loks vann Seattle góðan heimasigur á Milwaukee 104-98. Nýliðinn Kevin Durant skoraði 35 stig fyrir Seattle en Michael Redd skoraði 41 stig fyrir Milwaukee. Staðan í NBA. NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Sjá meira
Argentínumaðurinn Manu Ginobili fór hamförum annan leikinn í röð hjá San Antonio í nótt þegar liðið hafði sigur gegn Utah Jazz 104-98 í uppgjöri liðanna sem léku til úrslita í Vesturdeildinni í vor sem leið. Ginobili var allt í öllu hjá San Antonio líkt og gegn Dallas í síðasta leik og skoraði 37 stig, en meistararnir voru án fyrirliða síns Tim Duncan í báðum leikjunum. "Ekkert sem þessi maður gerir kemur mér lengur á óvart," sagði Gregg Popovich þjálfari San Antonio um frammistöðu Argentínumannsins, sem hefur líklega verið besti maður San Antonio í vetur. Liðið situr á toppi Vesturdeildarinnar með 17 sigra og aðeins 3 töp og hefur ekki tapað leik á heimavelli. Deron Williams skoraði 28 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Utah og Carlos Boozer var með 28 stig og hirti 17 fráköst, en tapaði 9 af 20 boltum Utah í leiknum og það gerði gæfumuninn - enda var Utah með 54% skotnýtingu í leiknum gegn aðeins 43,8% nýtingu heimamanna. Utah hefur ekki unnið í San Antonio síðan árið 1999 - sem er 17 leikja taphrina. Liðinu mistókst að nýta sér fjarveru Tim Duncan í gær og á síðustu tveimur leikjum meistaranna er ekki að sjá að þeim verði ógnað í bráð. Fimm í röð hjá Phoenix Phoenix er líka á fínni siglingu í Vesturdeildinni og vann fimmta leikinn sinn í röð í nótt þegar það skellti Washington á útivelli 122-107. Amare Stoudemire skoraði 27 stig og Steve Nash gaf 19 stoðsendingar fyrir Phoenix en Andray Blatche skoraði 19 stig fyrir heimamenn. Chicago stöðvaði fimm leikja sigurgöngu Detroit með góðum útisigri 98-91. Andres Nocioni var besti maður Chicago með 22 stig en Chauncey Billups skoraði 27 stig fyrir heimamenn, sem hafa tapað báðum leikjum sínum fyrir Chicago til þessa í vetur. Orlando tapaði óvænt á heimavelli fyrir Indiana 115-109 þar sem Danny Granger skoraði 27 stig fyrir Indiana en Dwight Howard skoraði 30 stig og hirti 15 fráköst fyrir Orlando. Philadelphia skellti New York 101-90. Jamaal Crawford skoraði 28 stig fyrir New York en Samuel Dalembert skoraði 20 stig fyrir Philadelphia. Boston taplaust heima Boston er enn taplaust á heimavelli eftir að liðið rótburstaði Toronto 112-84. Kevin Garnett skoraði 23 stig fyrir heimamenn en Anthony Parker var með 13 stig í liði Toronto sem var án nokkurra fastamanna í leiknum. Houston lagði New Jersey á útivelli 96-89 þar sem Jason Kidd spilaði með New Jersey á ný. Yao Ming skoraði 25 stig og hirti 11 fráköst fyrir Houston en Vince Carter skoraði 32 stig fyrir heimamenn. Met hjá New Orleans New Orleans jafnaði NBA met þegar liðið lagði Memphis 118-116 í framlengdum leik. Þetta var níundi sigur New Orleans í framlengingu sem er metjöfnun. Leikstjórnandinn Chris Paul fór hamförum hjá New Orleans með 43 stigum og 9 stoðsendingum og skoraði sigurkörfu liðsins. LA Clippers stöðvaði taphrinu sína með því að skella Sacramento 97-87 á útivelli. Chris Kaman skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst fyrir Clippers en Ron Artest skoraði 21 stig fyrir heimamenn. Enn tapar Miami Golden State lagði lánlaust lið Miami 120-113 með ógurlegum lokaspretti þar sem Baron Davis skoraði 13 af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta. Stephen Jackson var enn á ný mikilvægur í liði heimamanna og skoraði 28 stig og Monta Ellis 21. Dwyane Wade skoraði 33 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir gestina frá Miami og Dorell Wright skoraði 19 stig og hirti 17 fráköst. Shaquille O´Neal lék aðeins 21 mínútu í leiknum, en hitti öllum 6 skotum sínum og hirti 10 fráköst á þeim tíma. Þetta var þúsundasti leikur miðherjans á ferlinum. Loks vann Seattle góðan heimasigur á Milwaukee 104-98. Nýliðinn Kevin Durant skoraði 35 stig fyrir Seattle en Michael Redd skoraði 41 stig fyrir Milwaukee. Staðan í NBA.
NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti