Grafalvarlegt að tilkynna ekki um aukaverkanir til Lyfjastofnunar 6. júní 2007 18:54 Lyfjafræðingur hjá Lyfjastofnun segir það grafalvarlegt að læknar tilkynni ekki aukaverkanir vegna getnaðarvarnarpillunnar Yasmín, til stofnunarinnar. Tvær ungar íslenskar stúlkur hafa nýlega fengið blóðtappa vegna pillunnar með skömmu millibili og hvorugt tilfellanna var tilkynnt Lyfjastofnun. Greint hefur verið frá því að læknar í Danmörku hafi varað við notkun getnaðarvarnarpillunnar Yasmín vegna hættu á blóðtappa. Dauði tveggja stúlkna undir tvítugu hefur verið rakinn til Yasmin pillunnar og 10 stúlkur sem voru á pillunni í kringum tvítugt verið lagðar inn á sjúkrahús með blóðtappa í lungum þar í landi. Bæði Lyfjastofnun og Icepharma sem hefur umboðið fyrir Yasmin pillunni segja engar tilkynningar hafa borist vegna aukaverkanna af hennar völdum. Tvær íslenskar ungar konur sem fréttastofa talaði við segjast hafa verið á Yasmin pillunni og fengu báðar blóðtappa í lungun. Hvorugar þeirra reykja og ekki er hægt að rekja blóðtappann til ættartengsla. Sonja Björg Fransdóttir er 24 ára nemi og hafði verið á Yasmin pillunni í eitt og hálft ár. Hún fékk blóðtappa í lungun í febrúar á þessu ári. Veikindin byrjuðu með verkjum í lunga. Elsa Guðrún Jónsdóttir er 21 árs gömul og hafði verið á Yasmín pillunni í fjögur ár. Hún hefur verið í íþróttum frá því hún var lítil og varð Íslandsmeistari á skíðum í apríl. Í mars síðastliðnum fór hún að kenna sér meins eftir 10 daga hálsbólgu. Hún fékk verk í hægra lungað og átti erfitt með andardrátt. Eftir allar blóðprufur var talið að þetta hefði verið blóðtappi. Elsa og Sonja þurftu báðar að hætta á pillunni og hafa verið á blóðþynningarlyfjum vegna veikinda sinna í nokkra mánuði. Engar tilkynningar hafa borist lyfjastofnun vegna þessara tilfella og stofnunin lítur það alvarlegum augum að læknar tilkynni ekki slíkar aukaverkanir vegna pillunnar. Elín Jakobsen lyfjafræðingur hjá Lyfjastofnun segir mikilvægt að allar heilbrigðisstéttir og almenningur tilkynni til Lyfjastofnunar ef um alvarlegar aukaverkanir lyfja sé að ræða. Páll Torfi Önundarson yfirlæknir blóðmeinadeildar á Landspítalanum segir rannsóknir benda til að blóðtappa tilfellum hafi fjölgað með nýjustu getnaðarvarnartöflunum. Þekkt sé að allar getnaðarvarnarpillur geti valdið alvarlegum aukaverkunum eins og blóðtappa, því sjái læknar ekki ástæðu til að tilkynna hvert einasta tilfelli til Lyfjastofnunar. Á vef dönsku Lyfjastofnunarinnar segir að ekkert bendi til að pillan Yasmin valdi meiri aukaverkunum en aðrar p-pillur. Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Lyfjafræðingur hjá Lyfjastofnun segir það grafalvarlegt að læknar tilkynni ekki aukaverkanir vegna getnaðarvarnarpillunnar Yasmín, til stofnunarinnar. Tvær ungar íslenskar stúlkur hafa nýlega fengið blóðtappa vegna pillunnar með skömmu millibili og hvorugt tilfellanna var tilkynnt Lyfjastofnun. Greint hefur verið frá því að læknar í Danmörku hafi varað við notkun getnaðarvarnarpillunnar Yasmín vegna hættu á blóðtappa. Dauði tveggja stúlkna undir tvítugu hefur verið rakinn til Yasmin pillunnar og 10 stúlkur sem voru á pillunni í kringum tvítugt verið lagðar inn á sjúkrahús með blóðtappa í lungum þar í landi. Bæði Lyfjastofnun og Icepharma sem hefur umboðið fyrir Yasmin pillunni segja engar tilkynningar hafa borist vegna aukaverkanna af hennar völdum. Tvær íslenskar ungar konur sem fréttastofa talaði við segjast hafa verið á Yasmin pillunni og fengu báðar blóðtappa í lungun. Hvorugar þeirra reykja og ekki er hægt að rekja blóðtappann til ættartengsla. Sonja Björg Fransdóttir er 24 ára nemi og hafði verið á Yasmin pillunni í eitt og hálft ár. Hún fékk blóðtappa í lungun í febrúar á þessu ári. Veikindin byrjuðu með verkjum í lunga. Elsa Guðrún Jónsdóttir er 21 árs gömul og hafði verið á Yasmín pillunni í fjögur ár. Hún hefur verið í íþróttum frá því hún var lítil og varð Íslandsmeistari á skíðum í apríl. Í mars síðastliðnum fór hún að kenna sér meins eftir 10 daga hálsbólgu. Hún fékk verk í hægra lungað og átti erfitt með andardrátt. Eftir allar blóðprufur var talið að þetta hefði verið blóðtappi. Elsa og Sonja þurftu báðar að hætta á pillunni og hafa verið á blóðþynningarlyfjum vegna veikinda sinna í nokkra mánuði. Engar tilkynningar hafa borist lyfjastofnun vegna þessara tilfella og stofnunin lítur það alvarlegum augum að læknar tilkynni ekki slíkar aukaverkanir vegna pillunnar. Elín Jakobsen lyfjafræðingur hjá Lyfjastofnun segir mikilvægt að allar heilbrigðisstéttir og almenningur tilkynni til Lyfjastofnunar ef um alvarlegar aukaverkanir lyfja sé að ræða. Páll Torfi Önundarson yfirlæknir blóðmeinadeildar á Landspítalanum segir rannsóknir benda til að blóðtappa tilfellum hafi fjölgað með nýjustu getnaðarvarnartöflunum. Þekkt sé að allar getnaðarvarnarpillur geti valdið alvarlegum aukaverkunum eins og blóðtappa, því sjái læknar ekki ástæðu til að tilkynna hvert einasta tilfelli til Lyfjastofnunar. Á vef dönsku Lyfjastofnunarinnar segir að ekkert bendi til að pillan Yasmin valdi meiri aukaverkunum en aðrar p-pillur.
Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira