Innlent

Kristján Leósson hlaut hvatningarverlaun

Vera Einarsdóttir skrifar

Kristján Leósson eðlisverkfræðingur hlaut í dag hvatningarverðlaun vísinda og tækniráðs fyrir rannsóknir á sviði örtækni. Geir H. Haarde, formaður vísinda og tækniráðs veitti verðlaunin á Rannsóknarþingi sem sett var í morgun. Kristján fékk 2.5 milljónir króna í sinn hlut. Verðlaunin eru árlega veitt vísindamanni sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað fram úr. Tilnefningar mega koma frá öllum sviðum vísinda, tækni og fræða. Fimm handhafar verðlaunanna skipa dómnefnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×