Íslenski boltinn

Margrét Lára: Mættum óhræddar

Margrét Lára Viðarsdóttir.
Margrét Lára Viðarsdóttir.

Margrét Lára Viðarsdóttir setti í kvöld nýtt markamet í efstu deild kvenna. Þegar ein umferð er eftir hefur hún skorað 35 mörk. Fyrra metið á hún sjálf og er frá því í fyrra þegar hún skoraði 33 mörk. Hún skoraði tvö mörk í 4-2 sigri Vals á KR í Vesturbæ.

Leikurinn var uppgjör tveggja efstu liða deildarinnar en eftir þessi úrslit er ljóst að Valur mun hampa Íslandsmeistaratitlinum þetta árið.

„Þetta er bara frábært, ekkert annað hægt að segja. Við vissum það þegar við komum til leiks í seinni hálfeik að við þurftum að baka og beita skyndisóknum og það tókst. Við vorum að verjast vel og Guðbjörg frábær í markinu," sagði Margrét í viðtali við vefsíðuna Gras.is eftir leikinn.

„Ég myndi ekki segja að pressan hafi verið meiri á okkur í þessum leik. Spár dagsins í fjölmiðlum voru meira í þá átt að þær mundu hafa þetta og þær sögðu það nú sjálfar eftir fyrri leikinn. Ég held að pressan hafi komið inná þær sem var bara fínt fyrir okkur. Við komum rólegar og óhræddar inn í þennan leik."

„Við fórum í þennan leik eins og hvern annan leik og ekkert var frábrugðið við það. Við erum með frábært lið og frábæran þjálfara. Elísabet er að gera frábæra hluti með okkur og það er að skila sér," sagði Margrét Lára í samtali við Gras.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×