Lífið

Wilson vill ekki fara í meðferð

Wilson er nú komin heim af spítalanum en er þó ekki búinn að ná sér að fullu
Wilson er nú komin heim af spítalanum en er þó ekki búinn að ná sér að fullu MYND/Getty

Gamanleikarinn Owen Wilson sem gerði tilraun til sjálfsvígs fyrir nokkrum vikum vill ekki fara í meðferð en hann er sagður eiga við fíkniefnavanda að stríða. Fjölskylda hans hefur lagt hart að honum að leggjast inn en leikarinn virðist ekki líta svo á að hann eigi við vandamál að stríða. Hann hefur þó ráðið til sín allsgáðan félaga sem fylgir honum eftir allan sólarhringinn.

Fjölskylda Wilsons hefur einnig reynt að halda Kate Hudson fyrrverandi kærustu Wilsons frá honum en hún hefur reynt að ná sambandi við hann í gegnum bróður hans Luke. Getgátur hafa verið um að ástarsorg Wilsons eftir skilnaðinn við Hudson hafi verið ein ástæða sjálfsvígstilraunarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.