Lífið

Knowles, Lopes og Stefani meðal best klæddu kvenna ársins 2007

Beyonce mætti í þessum stórglæsilega kjól á MTV-verðlaunahátíðina um síðustu helgi
Beyonce mætti í þessum stórglæsilega kjól á MTV-verðlaunahátíðina um síðustu helgi MYND/Getty

Tímaritið People hefur útnefnt Beyonce Knowles, Jennifer Lopez og Gwen Stefani sem best klæddu konur ársins 2007. Katie Holmes, Penelope Cruz, Jessica Biel, Cameron Diaz, Drew Barrymore og Reese Witherspoon eru auk þess meðal best klæddu kvenna á lista tímaritsins.

Jennifer Lopes þók þátt í tískusýningu í New York á dögunumMYND/Getty

David Beckham, Johnny Depp, Brad Pitt og George Clooney eru efstir á lista yfir best klæddu karlana og eru Pitt og sambýliskona hans Angelina Jolie á meðal best klæddu paranna.

 

Þessi kjóll Stefani hefur vakið mikla athygliMYND/Getty

Victoria Beckham, Kate Moss, Lily Allen, Emma Watson og Kate Middleton fá hrós fyrir djarfan klæðaburð en þær tilheyra allar bresku deildinni.

Brad og Angelina eru alltaf flottMYND/Getty

Þær Janet Jackson og Kirsten Dunst hljóta aftur á móti þann vafasama heiður að vera verst klæddar á rauða dreglinum í ár.

Kirsten Dunst er hér ásamt Johnny Borrell en kjóllinn þykir alls ekki smartMYND/Getty
.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.