Lífið

Brá við að heyra af framhjáhaldinu

Kristófer Helgasyni brá í brún við að heyra það sem konan hafði að segja.
Kristófer Helgasyni brá í brún við að heyra það sem konan hafði að segja.

„Ég ætla að skila kveðju til geðhjúkrunarfræðings á Landspítalanum, sem er farin að ríða kallinum mínum og er búin að eyðileggja allt fyrir mér," sagði kona ein sem hringdi inn í Reykjavík síðdegis í dag. 

Konan, sem kynnti sig ekki, hringdi til að vekja athygli á aðstæðum þeirra sem þurfa aðstoð frá Fjölskylduhjálp og bágum kjörum aldraðra og öryrkja en klikkti út með þessari kaldhæðnu kveðju.

„Að sjálfsögðu brá okkur öllum í brún við að heyra þessi orð. Þetta kom mjög flatt upp á okkur," sagði Kristófer Helgason, einn umsjónarmanna þáttarins. Hann segir að umsjónarmenn þáttarins sendi símtöl sem berast beint út í loftið. Þau séu ekki tekin upp áður. „Við treystum því bara að fólk haldi sig á siðsamlegum nótum þegar það hringir inn," sagði hann.

Klippa: Kona kemur á óvart í símatíma Reykjavík síðdegis

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×