Innlent

Í fangelsi fyrir ólæti og ölvun

Tveir gistu fangaklefa lögreglunnar í Snæfellsbæ í nótt vegna óláta og ölvunar í Grundarfirði en þar fór fram um helgina bæjarhátíðin Á góðri stund. Að öðru leyti gekk hátíðin áfallalaust fyrir sig að sögn lögreglunnar í Snæfellsbæ.

Þá voru tveir ökumenn teknir fyrir akstur undir áhrifum lyfja í Grundarfjarðarbæ um helgina. Annar aðfaranótt laugardags en hinn í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×