Innlent

Hrottafengin líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur

Bitu stóran bút af eyra konunnar.
Bitu stóran bút af eyra konunnar. MYND/HJ

Kona á þrítugsaldri varð fyrir hrottafenginni líkamsárás þriggja kvenna um tvítugt í biðröð við skemmtistaðinn Sólon í miðborg Reykjavíkur á þriðja tímanum í nótt. Hún var dregin á hárinu eftir gangstéttinni, sparkað í hana og stór bútur bitinn af eyra hennar, að sögn sjónarvotta.

Konan gekkst undir skurðaðgerð á eyranu á Landspítala Háskólasjúkrúahúsi í Fossvogi í dag.

Ein árásásarkvennanna náðist og var færð á lögreglustöð, en sleppt að lokinni yfirheyrslu. Tvær aðrar stúlkur í biðröðinni urðu einnig fyrir árás stúlknahópsins en sluppu við meiriháttar meiðsli.

Konan sem varð fyrir árásinni er 27 ára gömul. Samkvæmt heimildum Vísis hefur hún aldrei áður hitt árásakonurnar þrjár. Þær ætluðu að svindla sér fram fyrir fórnarlambið í röðinni. Þegar hún gerði athugasemd við það réðust þær umsvifalaust á hana.

Fjölmörg vitni voru af atburðinum. Eitt þeirra segir árásarstúlkurnar hafa kastað bjórflösku í átt að fórnarlambinu.

Samkvæmt frásögn sjónarvotta stöðvuðu tveir menn í biðröðinni árásina og hringdu í lögreglu, sem kom fljótt á staðinn. Dyraverðir staðarins voru hins vegar innandyra, nokkra metra frá árásinni.

Lögregla á staðnum sagði að litið væri atburðinn sem stórfellda líkamsárás.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×