Sean Penn og eiginkona hans Robin Wright Penn eru að skilja. Talsmaður hjónanna staðfesti þetta við People tímaritið, en vildi ekki útskýra málavexti nánar.
Parið byrjaði saman árið 1990, en giftu sig sex árum síðar. Þau hafa því verið gift í ellefu ár, sem þykir nokkuð vel að verki staðið í Hollywood. Þau leikið saman í fjölda mynda og eiga saman tvö börn, 14 og 16 ára.
