Innlent

Bílainnbrotahrina í Hafnarfirði

Fólk er hvatt til að taka lausamuni úr bílum sínum þegar þeir eru yfirgefnir
Fólk er hvatt til að taka lausamuni úr bílum sínum þegar þeir eru yfirgefnir Mynd/ Óli Arnar Brynjarsson

Brotist hefur verið inn í sex bíla í miðbæ Hafnarfjarðar síðustu þrjár nætur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að þetta sé óvenjumikið á svo skömmum tíma. Þó sé algengt að innbrotum fjölgi þegar rökkva tekur á haustin.

Lögreglan segir að algengast sé að geislaspilurum og ýmsum lausamunum sé stolið í innbrotum sem þessum. Fólk er hvatt til að læsa bílum sínum og skilja ekki eftir lausamuni þegar bílarnir eru yfirgefnir.

Lögreglan telur að sami maður hafi verið að verki í öllum innbrotunum í Hafnarfirði og vonast til að hann náist fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×