Íslenski boltinn

Situr ÍA-leikurinn í Keflavík?

Baldur Sigurðsson og félagar í Keflavík eru að ganga í gegnum erfiðan kafla á tímabilinu.
Baldur Sigurðsson og félagar í Keflavík eru að ganga í gegnum erfiðan kafla á tímabilinu. MYND/Valli

Það gengur ekkert hjá Keflvíkingum í fótboltanum þessa dagana og eftir 1-2 tap fyrir HK í Kópavogi blasir sú kalda staðreynd við liðinu að Keflavíkurliðið er komið niður í neðri hluta Landsbankadeildarinnar.

Margir vilja kenna Skagaleiknum um en í fimm leikjum fyrir hann var Keflavíkurliðið búið að taka inn 13 af 15 mögulegum stigum og var komið á fullt skrið inn í toppbaráttuna.

Eftir Skagaleikinn og markið umdeilda hefur Keflavík hinsvegar aðeins náð í eitt stig úr fimm deildarleikjum, löngu misst af toppbaráttunni og er einnig dottið út úr bæði bikarnum og Evrópukeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×