Íslenski boltinn

Sigurvin Ólafsson hættur hjá FH

Sigurvin Ólafsson ætlar ekki að framlengja samning sinn við bikarmeistara FH og hefur ekki ákveðið hvort hann ætli yfir höfuð að halda áfram að spila. Miðjumaðurinn staðfesti þetta í viðtali á fotbolti.net í dag.

Sigurvin hefur verið afar sigursæll á ferli sínum og hefur unnið titla með þremur liðum. Hann sagðist í ofangreindu viðtali ekki hafa nauðsynlegt hungur til að halda áfram eins og staðan væri í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×