Það eru ekki bara íslenskir auðmenn sem vilja alþjóðlegar poppstjörnur í veislurnar sínar. Roman Abramovich bauð til að mynda upp á söngkonuna Rihönnu í jólaboði sínu í Moskvu um síðustu helgi. Rihanna þessi sló rækilega í gegn þessu ári með smellnum Umbrella.
Fyrir að koma fram í veislunni þáði Rhianna litlar nítján milljónir króna. Abramovich greiddi svo um þrjátíu milljónir í kostnað. Söngfuglinn þótti hins vegar að sögn gesta hverrar krónu virði.