Innlent

Ferðaþjónustan blómlegust á Íslandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Erna Hauksdóttir er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Erna Hauksdóttir er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Hlutfall ferðaþjónustu af landsframleiðslu er langhæst á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Þetta kom fram á norrænu ársþingi hótel- og veitingamanna, sem haldið var 14-17. júní síðastliðinn á Íslandi. Hlutfallið er 4.5% á Íslandi, 3.1% í Noregi, 2.8% í Svíþjóð og 2,4% í Finnlandi og Danmörku. Þegar skoðað er hlutfall ferðaþjónustunnar í gjaldeyrissköpun þá er það hlutfall 12.6% á Íslandi en í hinum löndunum er hlutfallið alls staðar undir 5%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×