Innlent

Norræni menningarsjóðurinn styrkir útgáfu finnskrar þjóðlagatónlistar

Norræni menningasjóðurinn hefur ákveðið að styrkja bókarútgáfu á finnskri þjóðlagatónlist með 85.000 dönskum krónum.

Markmiðið með verkefninu er að gera bók um þjóðlagatónlist sem tekin hefur verið upp. Söngbókin mun gera fólki kleift að flytja tónlist sem var að hverfa, en sem forfeður og mæður sungu og spiluðu á Norðurkollusvæðinu. Þjóðalagahefðin er sameiginleg fyrir svæðin í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Miðað er því að því að söngbókin verði samantekt á sameiginlegum sönghefðum.

Verkefnið verður unnið í Sodankylä. Upptökur verða skráðar og greindar, textar stílfærðir, þeim raðað og nótur skrifaðar. Síðan verður efnið unnið fyrir prentun. Í bókinni verður meira en einungis þjóðlög. Þar verða einnig skráðar upplýsingar um söfnun laganna og um þá sem sungu þau. Matti Yli-Tepsa fræðslufulltrúa og dóttir hans Merja Ylivaara lektor í tónlist munu vinna verkið. Árangurinn verður gefinn út í samstarfi við Þjóðalagatónlistarstofnunina. Listamaðurinn Riitta Luiro frá Rovaniemi mun myndskreyta bókina, en í henni verða einnig ljósmyndir tengdar efninu.

Markhópur bókarinnar er meðal annarra skólar í Finnmörku og Tornedalen þar sem kennd er finnska, finnsk-norsk félagasamtök og einstaklingar. Einnig verður hægt að nota bókina í skólum í norður Finnlandi og af fagfólki og fólki sem hefur gaman að þjóðlagatónlist, þá sérstaklega á Norðurkollusvæðinu, segir í fréttatilkynningu frá Norrænu ráðherranefndinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×