Innlent

Svona er þetta bara

„Svona er þetta bara," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, eftir að ljóst var að hún er eina konan af hálfu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Hún verður áfram menntamálaráðherra.

Aðspurð sagði hún að henni litist ágætlega á þessa niðurstöðu. Þetta hefði verið tillaga formanns og það hefði verið mikil eindrægni á fundi þingflokksins. Þorgerður sagði aðspurð að hún hefði viljað sjá fleiri konur af hálfu flokksins en að listar væru settir fram í gegnum prófkjör og tekið væri mið af þeim. Þetta væru sterkir einstaklingar í stjórninni.

Þorgerður sagði enn fremur að þetta yrði öflug og samhent ríkisstjórn. Mörg verkefni biðu hennar og þau yrðu kynnt á morgun.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×