Lífið

Forvitnir Íslendingar fylgjast með brúðkaupi aldarinnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Ásgeir og Ingibjörg verða gefin saman í Fríkirkjunni í dag.
Jón Ásgeir og Ingibjörg verða gefin saman í Fríkirkjunni í dag.

Töluverður fjöldi af forvitnum Íslendingum hefur lagt leið sína í miðbæinn, í dag, til að fylgjast með undirbúningi að brúðkaupi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur. Kunnugir segjast þó hafa átt von á meiri fjölda.

Parið verður gefið saman í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og verða veisluhöld í Hafnarhúsinu í Tryggvagötunni. Búið er að koma upp stóru tjaldi á lóð hússins og þannig stækka móttökusalinn.

Hildur Hilmarsdóttir, vaktstjóri á Grillhúsinu í Tryggvagötu, segist hafa búist við að mikill fjöldi fólks kæmi í bæinn til að skoða. Fjöldinn væri þó minni en hún hafi fyrirfram átt von á.

Þá segja lögreglumenn í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að nokkur umferð sé í miðbænum, en reyndar sé það venjan að talsverður fjöldi sé á ferli í bænum á þessum tíma. Lögreglan segir að ekki hafi borist sérstakar kvartanir vegna umferðaröngþveitis í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.