Sjávarútvegur og Zimbabwe Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar 20. apríl 2007 05:00 Laugardaginn 10. mars sl. birtist á mbl.is svohljóðandi greinarkorn um efnahagshrunið í Zimbabwe: „Verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili var 1.730% í Zimbabwe í febrúar. Hefur verðbólgan í landinu aukist um 136% frá því í janúar er hún mældist 1.594%. Síðastliðin sjö ár hefur ríkt efnahagsleg og stjórnmálaleg kreppa í Zimbabwe. Mikill skortur er á matvælum í Zimbabwe og er hætta talin á að hungursneyð vofi yfir stórum hluta íbúa landsins.“ Í júlí 2004 ritaði ég svargrein við grein Þorvaldar Gylfasonar prófessors um ástandið í Zimbabwe í Fréttablaðinu. Þar sagði meðal annars: „Það voru mér mikil vonbrigði að lesa grein Þorvaldar Gylfasonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands, í Fréttablaðinu þann 1. júlí síðastliðinn. Í grein sinni rekur Þorvaldur átök í Afríkuríkinu Zimbabwe, áður Ródesíu. Hann lýsir því hvernig minnihluti hvítra manna hafi numið land meirihluta blökkumanna í skjóli nýlendustefnu Breta fyrr á öldum, líklega á átjándu og nítjándu öld. Þá lýsir hann því hvernig blökkumenn reyndu að ná landinu aftur til sín gegnum dómstóla á síðasta áratug tuttugustu aldarinnar eftir að þeir tóku við valdataumum í landinu 1980. Dómstólarnir hafi hins vegar dæmt gegn blökkumönnunum, að mestu á tæknilegum forsendum, og þannig hafi dómskerfið brugðist þeim. Þessum átökum er nú nýlokið með því að hópar vopnaðra svartra vígamanna, í skjóli Robets Mugabe forseta landsins, gamals marxista, fóru um eignarlönd afkomenda hvíta minnihlutans og hröktu fjölskyldur þeirra af eigum sínum með vopnavaldi og sumum tilfellum morðum. Í kjölfarið hafa lífskjör og efnahagur í Zimbabwe hrunið. Reyndar nefnir prófessorinn ekki morðin en þegar hann hefur lýst þessu kemur ótrúlega samlíking við tilurð hins íslenska kvótakerfis og síðan hálfgerð hótun um að ef útgerðarmenn skili ekki verðmætunum til baka fari fyrir þeim eins og hvíta minnihlutanum í Zimbabwe. Orðrétt skrifaði Þorvaldur: „Útvegsmenn lögðu undir sig Íslandsmið eftir 1984 með leyfi Alþingis líkt og hvítingjar lögðu þriðjunginn af búendum Ródesíu undir sig á sinni tíð. Alþingi hefur ekki hirt um að uppræta ranglætið, enda þótt veiðigjald hafi loksins verið leitt í lög til málamynda 2002. Útvegsmenn hafa margir notað tímann til að skjóta auði sínum undan í þeirri von, að það verði að nægum tíma liðnum talið vera of seint að leiðrétta ranglætið. Þeir halda sennilega, að þeir séu hólpnir. Þeir ættu kannski að kynna sér ástandið í Simbabve.““ Þorvaldur Gylfason hefur verið ötull talsmaður þess að fiskimiðin og nýting þeirra verði „ævinleg eign þjóðarinnar“ eins og hann orðaði það nýlega í Fréttablaðinu. Með öðrum orðum, að hefjast eigi nú handa við þjóðnýtingu sjávarauðlindanna. Í annarri grein fyrir stuttu segir hann: „Uppsveiflan í efnahagslífinu undangengin ár hefur dreift athygli og áhyggjum kjósenda frá ranglæti kvótakerfisins.“ Með greinarkorni þessu vil ég biðja lesendur að kynna sér stöðu mála í Zimbabwe. Þá á ég ekki við mannréttindabrot Mugabe því þá hlið óttast ég ekki á Íslandi heldur stöðu efnahagsmála í landinu eftir að hvítir bændur voru hraktir af jörðum sínum. Landið er gjöfult en nýlegt skipulag, þar sem eignarréttur er virtur að vettugi, hefur leitt hrun og hungursneyð yfir þjóðina. Líklega er nú meiri jöfnuður í Zimbabwe en á Íslandi og Gini stuðullinn flatari. Hugleiðum þetta og tökum svo afstöðu til þjóðnýtingar sjávarútvegsins og þeirrar hugmyndar að hrekja alla núverandi útvegsmenn frá fyrirtækjum sínum! Ég er ekki í minnsta vafa um að fiskveiðistjórnarkerfið er ein af forsendum uppsveiflunnar í efnahagslífinu undangengin ár og ég er heldur ekki í vafa um hvaða afleiðingar það muni hafa á efnahagslífið ef Þorvaldi og skoðanasystkinum hans tekst að rústa þetta kerfi og þjóðnýta jafnframt auðlindir sjávarins. Þeim væri því hollt að kynna sér ástandið í Zimbabwe í þessu ljósi. Höfundur er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Líklega er nú meiri jöfnuður í Zimbabwe en á Íslandi og Gini stuðullinn flatari. Hugleiðum þetta og tökum svo afstöðu til þjóðnýtingar sjávarútvegsins og þeirrar hugmyndar að hrekja alla núverandi útvegsmenn frá fyrirtækjum sínum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Laugardaginn 10. mars sl. birtist á mbl.is svohljóðandi greinarkorn um efnahagshrunið í Zimbabwe: „Verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili var 1.730% í Zimbabwe í febrúar. Hefur verðbólgan í landinu aukist um 136% frá því í janúar er hún mældist 1.594%. Síðastliðin sjö ár hefur ríkt efnahagsleg og stjórnmálaleg kreppa í Zimbabwe. Mikill skortur er á matvælum í Zimbabwe og er hætta talin á að hungursneyð vofi yfir stórum hluta íbúa landsins.“ Í júlí 2004 ritaði ég svargrein við grein Þorvaldar Gylfasonar prófessors um ástandið í Zimbabwe í Fréttablaðinu. Þar sagði meðal annars: „Það voru mér mikil vonbrigði að lesa grein Þorvaldar Gylfasonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands, í Fréttablaðinu þann 1. júlí síðastliðinn. Í grein sinni rekur Þorvaldur átök í Afríkuríkinu Zimbabwe, áður Ródesíu. Hann lýsir því hvernig minnihluti hvítra manna hafi numið land meirihluta blökkumanna í skjóli nýlendustefnu Breta fyrr á öldum, líklega á átjándu og nítjándu öld. Þá lýsir hann því hvernig blökkumenn reyndu að ná landinu aftur til sín gegnum dómstóla á síðasta áratug tuttugustu aldarinnar eftir að þeir tóku við valdataumum í landinu 1980. Dómstólarnir hafi hins vegar dæmt gegn blökkumönnunum, að mestu á tæknilegum forsendum, og þannig hafi dómskerfið brugðist þeim. Þessum átökum er nú nýlokið með því að hópar vopnaðra svartra vígamanna, í skjóli Robets Mugabe forseta landsins, gamals marxista, fóru um eignarlönd afkomenda hvíta minnihlutans og hröktu fjölskyldur þeirra af eigum sínum með vopnavaldi og sumum tilfellum morðum. Í kjölfarið hafa lífskjör og efnahagur í Zimbabwe hrunið. Reyndar nefnir prófessorinn ekki morðin en þegar hann hefur lýst þessu kemur ótrúlega samlíking við tilurð hins íslenska kvótakerfis og síðan hálfgerð hótun um að ef útgerðarmenn skili ekki verðmætunum til baka fari fyrir þeim eins og hvíta minnihlutanum í Zimbabwe. Orðrétt skrifaði Þorvaldur: „Útvegsmenn lögðu undir sig Íslandsmið eftir 1984 með leyfi Alþingis líkt og hvítingjar lögðu þriðjunginn af búendum Ródesíu undir sig á sinni tíð. Alþingi hefur ekki hirt um að uppræta ranglætið, enda þótt veiðigjald hafi loksins verið leitt í lög til málamynda 2002. Útvegsmenn hafa margir notað tímann til að skjóta auði sínum undan í þeirri von, að það verði að nægum tíma liðnum talið vera of seint að leiðrétta ranglætið. Þeir halda sennilega, að þeir séu hólpnir. Þeir ættu kannski að kynna sér ástandið í Simbabve.““ Þorvaldur Gylfason hefur verið ötull talsmaður þess að fiskimiðin og nýting þeirra verði „ævinleg eign þjóðarinnar“ eins og hann orðaði það nýlega í Fréttablaðinu. Með öðrum orðum, að hefjast eigi nú handa við þjóðnýtingu sjávarauðlindanna. Í annarri grein fyrir stuttu segir hann: „Uppsveiflan í efnahagslífinu undangengin ár hefur dreift athygli og áhyggjum kjósenda frá ranglæti kvótakerfisins.“ Með greinarkorni þessu vil ég biðja lesendur að kynna sér stöðu mála í Zimbabwe. Þá á ég ekki við mannréttindabrot Mugabe því þá hlið óttast ég ekki á Íslandi heldur stöðu efnahagsmála í landinu eftir að hvítir bændur voru hraktir af jörðum sínum. Landið er gjöfult en nýlegt skipulag, þar sem eignarréttur er virtur að vettugi, hefur leitt hrun og hungursneyð yfir þjóðina. Líklega er nú meiri jöfnuður í Zimbabwe en á Íslandi og Gini stuðullinn flatari. Hugleiðum þetta og tökum svo afstöðu til þjóðnýtingar sjávarútvegsins og þeirrar hugmyndar að hrekja alla núverandi útvegsmenn frá fyrirtækjum sínum! Ég er ekki í minnsta vafa um að fiskveiðistjórnarkerfið er ein af forsendum uppsveiflunnar í efnahagslífinu undangengin ár og ég er heldur ekki í vafa um hvaða afleiðingar það muni hafa á efnahagslífið ef Þorvaldi og skoðanasystkinum hans tekst að rústa þetta kerfi og þjóðnýta jafnframt auðlindir sjávarins. Þeim væri því hollt að kynna sér ástandið í Zimbabwe í þessu ljósi. Höfundur er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Líklega er nú meiri jöfnuður í Zimbabwe en á Íslandi og Gini stuðullinn flatari. Hugleiðum þetta og tökum svo afstöðu til þjóðnýtingar sjávarútvegsins og þeirrar hugmyndar að hrekja alla núverandi útvegsmenn frá fyrirtækjum sínum!
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun