Topshop sakað um þrælahald 14. ágúst 2007 04:45 Hér er auðkýfingurinn ásamt Kate Moss en lína hennar fyrir Topshop er einnig framleidd í verksmiðjunum í Asíu. NordicPhotos/GettyImages Harðar ásakanir á hendur Topshop eru settar fram í breska blaðinu The Sunday Times. Tískuföt fyrirtækisins eru sögð framleidd í þrælakistum. Philip Green, eigandi Topshop, segist taka ásakanirnar alvarlega. Tískufötin í Topshop eru framleidd í þrælaverksmiðjum í Máritíus samkvæmt grein í Sunday Times. Þar er meðal annars rætt við starfsfólk verksmiðjanna sem lýsir ástandinu sem afar slæmu. Hundruð manns frá Srí Lanka, Indlandi og Bangladess starfa í verksmiðjunum sem framleiða flíkur fyrir fyrirtækið Arcadia sem auk Topshop á búðir eins og Dorothy Perkins, Miss Selfridge, Burton, Evans og Topman. Eigandi fyrirtækisins er Sir Philip Green sem er einn ríkasti maður Bretlands. Fyrirtækið Arcadia sem á meðal annars Topshop hefur verið sakað um að framleiða flíkurnar í þrælaverksmiðjum. Verksmiðjufólkið fær í sumum tilfellum minna en 25 krónur á tímann, tæpar 4.000 krónur á mánuði. Þau eru látin búa í þröngum fjölbýlum, vinna tólf tíma á dag, sex daga vikunnar, og eru rekin ef þau vinna ekki nógu hratt. „Það er mikil pressa á okkur að ná settum vinnumarkmiðum. Ef við náum ekki að framleiða fimmtíu flíkur á klukkutíma erum við rekin," sagði ein konan. Jane Shepherdson var lengi í ábyrgðarstöðu hjá Topshop en hætti í fyrra. Hún lét þá þau orð falla að fólk gæti ekki keypt ódýr föt án þess að athuga hvernig aðstæðurnar í verksmiðjum væru. Arcadia er eitt af fáum fyrirtækjum í þessum geira í Bretlandi sem hefur ekki skrifað undir sérstaka samþykkt sem tryggir lágmarksaðstæður í verksmiðjum. Á laugardaginn sagðist Green taka ásakanirnar alvarlega og að hann myndi athuga málið en sjálfur á hann ekki verksmiðjurnar heldur notar sjálfstætt reknar verksmiðjur sem framleiða föt eftir beiðni. Þó bætti hann því við að erfitt væri að fylgjast með aðstæðum í verksmiðjum sem hann ætti ekki sjálfur. „Ég sendi menn til að kanna verksmiðjurnar og aðstæður starfsfólksins. Ég get ekki staðið þarna sjálfur og talið hversu marga tíma fólk vinnur." Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Harðar ásakanir á hendur Topshop eru settar fram í breska blaðinu The Sunday Times. Tískuföt fyrirtækisins eru sögð framleidd í þrælakistum. Philip Green, eigandi Topshop, segist taka ásakanirnar alvarlega. Tískufötin í Topshop eru framleidd í þrælaverksmiðjum í Máritíus samkvæmt grein í Sunday Times. Þar er meðal annars rætt við starfsfólk verksmiðjanna sem lýsir ástandinu sem afar slæmu. Hundruð manns frá Srí Lanka, Indlandi og Bangladess starfa í verksmiðjunum sem framleiða flíkur fyrir fyrirtækið Arcadia sem auk Topshop á búðir eins og Dorothy Perkins, Miss Selfridge, Burton, Evans og Topman. Eigandi fyrirtækisins er Sir Philip Green sem er einn ríkasti maður Bretlands. Fyrirtækið Arcadia sem á meðal annars Topshop hefur verið sakað um að framleiða flíkurnar í þrælaverksmiðjum. Verksmiðjufólkið fær í sumum tilfellum minna en 25 krónur á tímann, tæpar 4.000 krónur á mánuði. Þau eru látin búa í þröngum fjölbýlum, vinna tólf tíma á dag, sex daga vikunnar, og eru rekin ef þau vinna ekki nógu hratt. „Það er mikil pressa á okkur að ná settum vinnumarkmiðum. Ef við náum ekki að framleiða fimmtíu flíkur á klukkutíma erum við rekin," sagði ein konan. Jane Shepherdson var lengi í ábyrgðarstöðu hjá Topshop en hætti í fyrra. Hún lét þá þau orð falla að fólk gæti ekki keypt ódýr föt án þess að athuga hvernig aðstæðurnar í verksmiðjum væru. Arcadia er eitt af fáum fyrirtækjum í þessum geira í Bretlandi sem hefur ekki skrifað undir sérstaka samþykkt sem tryggir lágmarksaðstæður í verksmiðjum. Á laugardaginn sagðist Green taka ásakanirnar alvarlega og að hann myndi athuga málið en sjálfur á hann ekki verksmiðjurnar heldur notar sjálfstætt reknar verksmiðjur sem framleiða föt eftir beiðni. Þó bætti hann því við að erfitt væri að fylgjast með aðstæðum í verksmiðjum sem hann ætti ekki sjálfur. „Ég sendi menn til að kanna verksmiðjurnar og aðstæður starfsfólksins. Ég get ekki staðið þarna sjálfur og talið hversu marga tíma fólk vinnur."
Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira