Innlent

Eldsprenging í sumarbústað í Grímsnesi

Frá Grímsnesi.
Frá Grímsnesi.

Eldsprenging varð í brennandi sumarbústað rétt í þann mund sem reykkafarar Brunavarna Suðurlands ætluðu að ráðast til inngöngu til að ganga úr skugga um hvort einhver væri inni í bústaðnum. Slökkviliðsmennina sakaði ekki og í ljós kom að engin hefur verið í honum frá því um síðustu helgi.

Hann stóð skammt frá vegamótum Biskupstungnabrautar og Þingvallavegar og sást reykurinn vel frá Selfossi. Eldsupptök eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×