Stjörnuskilnaðir ársins 2007 10. desember 2007 09:30 Cameron Diaz og Justin Timberlake Sambönd í kvikmyndaborginni Hollywood eru þekkt fyrir að endast skemur en önnur sambönd. Ansi mörg stjörnupör slitu samvistum á árinu þótt sumir skilnaðir hafi vissulega vakið meiri athygli en aðrir. Popp-prinsinn Justin Timberlake og leikkonan Cameron Diaz hættu saman í byrjun árs eftir fjögurra ára samband. Viku síðar sást til þeirra í hávaðarifrildi í stórri veislu. Síðan virðist allt vera fallið í ljúfa löð og bæði hafa fundið sér nýjan maka. Justin er byrjaður með leikkonunni Jessicu Biel og Diaz hefur verið orðuð við tónlistarmanninn John Mayer og leikarann Bradley Cooper. Leikaraparið Heath Ledger og Michelle Williams kynntist við tökur á myndinni Brokeback Mountain. Myndin hlaut frábæra dóma, bæði voru tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í henni og þau eignuðust fljótlega dótturina Matildu sem nú er 2 ára. Þau hættu saman í september eftir þriggja ára samband og Heath hefur verið duglegur að þræða skemmtistaði New York borgar síðan. Óheillakrákan Pete Doherty og fyrirsætan Kate Moss trúlofuðu sig í júní. Fljótlega fór að halla undan fæti og Pete flutti út af heimili Kate í Lundúnum eftir að sögur um framhjáhald hans fóru á kreik. Mánuði síðar virtist hann fullur eftirsjár og lýsti því yfir í Daily Mirror að hann elskaði stelpuna „af öllu hjarta".Kate Hudson og Owen Wilson hittust, líkt og Heath og Michelle, við tökur á kvikmynd. Það var gamanmyndin You, Me & Dupree. Kate og Owen byrjuðu að hittast eftir að hún skildi við eiginmann sinn Chris Robinson en sambandið entist ekki og þau héldu hvort í sína áttina í júní. Hudson byrjaði með leikaranum Dax Shephard og Owen reyndi að fremja sjálfsvíg í kjölfarið. Margir urðu hissa þegar Jessica Simpson og John Mayer byrjuðu að nudda saman nefjum enda mjög ólíkir einstaklingar þar á ferð. John játaði ást sína á Jessicu fyrir Ryan Seacrest. Hrifningin virtist vera gagnkvæm og Jessica fór með sínum heittelskaða í tónleikaferð um Bandaríkin. Þau hættu saman í maí, byrjuðu saman aftur og slitu endanlega samvistum í júní. Bon Jovi-meðlimurinn Richie Sambora nældi sér í þokkadísina Denise Richards eftir að hafa sagt skilið við eiginkonu sína, Heather Locklear, en hún var einmitt góð vinkona Denise. Denise var nýskilin við leikarann Charlie Sheen og sagðist ekki hafa verið að leita að ástinni þegar skötuhjúin „fundu" hvert annað. Sambandið entist í ár og parið hætti saman í maí. Leikkonan Anne Heche skildi við Ellen DeGeneres eins og frægt er orðið og tók því næst saman við karlmann, kvikmyndatökumanninn Coley Laffoon. Þau giftu sig en skildu eftir að Anne fór að leika í hinum vinsælu þáttum Men in Trees og varð ástfangin af mótleikara sínum, James Tupper. Mikið var fjallað um skilnaðinn í blöðum vestanhafs og hjónin fyrrverandi börðust fyrir opnum tjöldum, meira að segja um húsgögnin. Rapparinn Sean „Diddy" Combs og kona hans til 10 ára, Kim Porter, hættu saman í júlí, aðeins sex mánuðum eftir að þau eignuðust tvíburadætur. Fyrir áttu þau níu ára son. Kim segir að Diddy hafi haldið framhjá og átt barn með annarri konu. Þrátt fyrir það hafa þau haldið vinskap og Kim mætti meira að segja í afmælisveislu kappans í síðasta mánuði. Fyrirsætan Dita Von Teese skildi við rokkarann Marilyn Manson á árinu sökum „óleysanlegs ágreinings" eftir árs hjónaband. Vinir parsins létu þó hafa eftir sér að það hefði verið partístand Mansons og samband hans við leikkonuna Evan Rachel Wood sem gerði út af við hjónabandið. Manson hefur sagt að hjónabandið hafi „eyðilagt sig". Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fleiri fréttir Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Sjá meira
Sambönd í kvikmyndaborginni Hollywood eru þekkt fyrir að endast skemur en önnur sambönd. Ansi mörg stjörnupör slitu samvistum á árinu þótt sumir skilnaðir hafi vissulega vakið meiri athygli en aðrir. Popp-prinsinn Justin Timberlake og leikkonan Cameron Diaz hættu saman í byrjun árs eftir fjögurra ára samband. Viku síðar sást til þeirra í hávaðarifrildi í stórri veislu. Síðan virðist allt vera fallið í ljúfa löð og bæði hafa fundið sér nýjan maka. Justin er byrjaður með leikkonunni Jessicu Biel og Diaz hefur verið orðuð við tónlistarmanninn John Mayer og leikarann Bradley Cooper. Leikaraparið Heath Ledger og Michelle Williams kynntist við tökur á myndinni Brokeback Mountain. Myndin hlaut frábæra dóma, bæði voru tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í henni og þau eignuðust fljótlega dótturina Matildu sem nú er 2 ára. Þau hættu saman í september eftir þriggja ára samband og Heath hefur verið duglegur að þræða skemmtistaði New York borgar síðan. Óheillakrákan Pete Doherty og fyrirsætan Kate Moss trúlofuðu sig í júní. Fljótlega fór að halla undan fæti og Pete flutti út af heimili Kate í Lundúnum eftir að sögur um framhjáhald hans fóru á kreik. Mánuði síðar virtist hann fullur eftirsjár og lýsti því yfir í Daily Mirror að hann elskaði stelpuna „af öllu hjarta".Kate Hudson og Owen Wilson hittust, líkt og Heath og Michelle, við tökur á kvikmynd. Það var gamanmyndin You, Me & Dupree. Kate og Owen byrjuðu að hittast eftir að hún skildi við eiginmann sinn Chris Robinson en sambandið entist ekki og þau héldu hvort í sína áttina í júní. Hudson byrjaði með leikaranum Dax Shephard og Owen reyndi að fremja sjálfsvíg í kjölfarið. Margir urðu hissa þegar Jessica Simpson og John Mayer byrjuðu að nudda saman nefjum enda mjög ólíkir einstaklingar þar á ferð. John játaði ást sína á Jessicu fyrir Ryan Seacrest. Hrifningin virtist vera gagnkvæm og Jessica fór með sínum heittelskaða í tónleikaferð um Bandaríkin. Þau hættu saman í maí, byrjuðu saman aftur og slitu endanlega samvistum í júní. Bon Jovi-meðlimurinn Richie Sambora nældi sér í þokkadísina Denise Richards eftir að hafa sagt skilið við eiginkonu sína, Heather Locklear, en hún var einmitt góð vinkona Denise. Denise var nýskilin við leikarann Charlie Sheen og sagðist ekki hafa verið að leita að ástinni þegar skötuhjúin „fundu" hvert annað. Sambandið entist í ár og parið hætti saman í maí. Leikkonan Anne Heche skildi við Ellen DeGeneres eins og frægt er orðið og tók því næst saman við karlmann, kvikmyndatökumanninn Coley Laffoon. Þau giftu sig en skildu eftir að Anne fór að leika í hinum vinsælu þáttum Men in Trees og varð ástfangin af mótleikara sínum, James Tupper. Mikið var fjallað um skilnaðinn í blöðum vestanhafs og hjónin fyrrverandi börðust fyrir opnum tjöldum, meira að segja um húsgögnin. Rapparinn Sean „Diddy" Combs og kona hans til 10 ára, Kim Porter, hættu saman í júlí, aðeins sex mánuðum eftir að þau eignuðust tvíburadætur. Fyrir áttu þau níu ára son. Kim segir að Diddy hafi haldið framhjá og átt barn með annarri konu. Þrátt fyrir það hafa þau haldið vinskap og Kim mætti meira að segja í afmælisveislu kappans í síðasta mánuði. Fyrirsætan Dita Von Teese skildi við rokkarann Marilyn Manson á árinu sökum „óleysanlegs ágreinings" eftir árs hjónaband. Vinir parsins létu þó hafa eftir sér að það hefði verið partístand Mansons og samband hans við leikkonuna Evan Rachel Wood sem gerði út af við hjónabandið. Manson hefur sagt að hjónabandið hafi „eyðilagt sig".
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fleiri fréttir Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Sjá meira