Háskólaskýrslunni breytt í lokavinnslu 13. júní 2007 19:21 Ríkisendurskoðun breytti úttekt sinni á gæðum háskólanna á milli frumskýrslu og lokaskýrslu. Felldar voru út mælistikur sem voru Háskóla Íslands óhagstæðar. Fullyrt er af Háskólanum í Reykjavík að þetta hafi verið gert þvert á ráðleggingar erlendra sérfræðinga. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Háskólana kom Háskóli Íslands best út. Hann var bæði ódýrastur og bestur útfrá akademísku sjónarmiði. Einkareknu háskólarnir eru ekki allskostar sáttir við aðferðafræðina sem beitt var við þennan samanburð. Sem dæmi má nefna að brottfall úr námi er mest í Háskóla Íslands og kemur það fram í skýrslunni. Aftur á móti er þetta brottfall ekki reiknað inn í heildarmat á skilvirkni námsins, en slíkt myndi vissulega hafa áhrif á stöðu Háskóla Íslands. Annað sem veldur kurr er að Ríkisendurskoðun sendi út frumsýrslu til yfirlestrar en breytti henni síðan og birti án þess að lokaskýrsla kæmi fyrir augu skólamanna áður. þar var til dæmis gerð breyting á akademískri stöðu lagadeilda en í frumskýrslu kom Háskólinn í Reykjavík þar best út. Í lokaskýrslu var hins vegar búið að fella út eina mælistikuna, dugnað við að ná í fjármagn til rannsókna eða sjálfsaflafé. Eftir breytingu var Háskóli Íslands kominn á toppinn í þessu mati. Í tilkynningu frá HR er bent á þetta og segir þar: "Ríkisendurskoðun tók þá ákvörðun að sleppa þessum mikilvæga mælikvarða úr endanlegu mati á akademískri stöðu þvert á ráðleggingar erlendra sérfræðinga". Þessir sérfræðingar voru Ríkisendurskoðun innnan handar. Ríkisendurskoðandi vísar gagnrýni á þetta gæðamat á bug. Í skeyti til fréttastofu rökstyður Ríkisendurskðandi þessa tuilteknu breytingu með því að mælikvarðinn hafi ekki verið talin "..gefa rétta og sanngjarna mynd af gæðum rannsókna, vegna mismunandi tekjumöguleika skólanna." Þá bendir ríkisendurskoðandi á að ýmsar breytingar hafi verið gerðar frá drögum til lokaskýrslu og fullyrt að það hafi ekki komið einum skóla betur en öðrum. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Ríkisendurskoðun breytti úttekt sinni á gæðum háskólanna á milli frumskýrslu og lokaskýrslu. Felldar voru út mælistikur sem voru Háskóla Íslands óhagstæðar. Fullyrt er af Háskólanum í Reykjavík að þetta hafi verið gert þvert á ráðleggingar erlendra sérfræðinga. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Háskólana kom Háskóli Íslands best út. Hann var bæði ódýrastur og bestur útfrá akademísku sjónarmiði. Einkareknu háskólarnir eru ekki allskostar sáttir við aðferðafræðina sem beitt var við þennan samanburð. Sem dæmi má nefna að brottfall úr námi er mest í Háskóla Íslands og kemur það fram í skýrslunni. Aftur á móti er þetta brottfall ekki reiknað inn í heildarmat á skilvirkni námsins, en slíkt myndi vissulega hafa áhrif á stöðu Háskóla Íslands. Annað sem veldur kurr er að Ríkisendurskoðun sendi út frumsýrslu til yfirlestrar en breytti henni síðan og birti án þess að lokaskýrsla kæmi fyrir augu skólamanna áður. þar var til dæmis gerð breyting á akademískri stöðu lagadeilda en í frumskýrslu kom Háskólinn í Reykjavík þar best út. Í lokaskýrslu var hins vegar búið að fella út eina mælistikuna, dugnað við að ná í fjármagn til rannsókna eða sjálfsaflafé. Eftir breytingu var Háskóli Íslands kominn á toppinn í þessu mati. Í tilkynningu frá HR er bent á þetta og segir þar: "Ríkisendurskoðun tók þá ákvörðun að sleppa þessum mikilvæga mælikvarða úr endanlegu mati á akademískri stöðu þvert á ráðleggingar erlendra sérfræðinga". Þessir sérfræðingar voru Ríkisendurskoðun innnan handar. Ríkisendurskoðandi vísar gagnrýni á þetta gæðamat á bug. Í skeyti til fréttastofu rökstyður Ríkisendurskðandi þessa tuilteknu breytingu með því að mælikvarðinn hafi ekki verið talin "..gefa rétta og sanngjarna mynd af gæðum rannsókna, vegna mismunandi tekjumöguleika skólanna." Þá bendir ríkisendurskoðandi á að ýmsar breytingar hafi verið gerðar frá drögum til lokaskýrslu og fullyrt að það hafi ekki komið einum skóla betur en öðrum.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira