Innlent

Nýr forstjóri Baugs

Gunnar Sigurðsson nýr forstjóri Baugs var í viðtali í Íslandi í dag í kvöld. Hann kippir sér lítið upp við uppnefni eins og Baugsstjórn og segist ætla að láta aðra um pólitík.

Þó hann segist lítið velta umsvifunum fyrir sér frá degi til dags, sé það auðvitað stórmerkilegt hve sterkri stöðu Íslendingar hafi náð á viðskiptamarkaðnum í Bretlandi.

Forstjóraskiptin í Baugi þýða að Jón Ásgeir Jóhannesson getur einbeitt sér meira að framtíðarsýn fyrirtækisins, sem meðal annars er að hasla sér völl í Indlandi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×