Innlent

Allt niður í þriggja ára börn á torfæruhjólum

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar

Hægt er að fá bensíndrifin torfæruhjól fyrir allt niður í þriggja ára börn sem komast á allt að fjörtíu kílómetra hraða. Fimmtán ára piltur hlaut í gærkvöldi opið beinbrot á lærlegg og úlnliðsbrotnaði, þegar hann missti stjórn á torfæruhjóli innanbæjar í Hveragerði.

 

Höggið sem pilturinn fékk var nokkuð mikið. Lögreglan telur að hjálmur og góður hlífðarbúnaður hafi komið í veg fyrir að hann slasaðist meira. Börn- og unglingar mega aka torfæruhjólum en aðeins á lokuðum æfingabrautum undir eftirliti foreldra. Hægt er að fá torfæruhjól fyrir börn allt niður í þriggja ára. Foreldra geta stýrt hraða hjólanna en mest komast þau á fjörtíu kílómetra hraða á klukkustund. Einn af seljendum hjólanna segir börnin flest vel útbúin og fara varlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×