Innlent

Greiðslukortavelta jókst í síðasta mánuði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Greiðslukortavelta jókst í síðasta mánuði
Greiðslukortavelta jókst í síðasta mánuði

Greiðslukortavelta jókst í maí frá fyrri mánuði og var svipuð hækkun á kredit- og debetkortaveltu. Debetkortavelta jókst um 7,7% milli mánaða og var í maí 35 milljarðar króna. Veltan hefur dregist saman milli ára um 3%. Heildarvelta kreditkorta jókst aftur á móti milli ára um 14%. Frá því í apríl síðastliðnum hefur hún aukist um 7,2%.

Ef greiðslukortavelta er skoðuð á föstu verðlagi sést að debetkortavelta hefur dregist saman um 7,7% síðustu 12 mánuði en kreditkortavelta aukist um 8,9%. Heildar greiðslukortavelta dróst því saman um 1,7% síðustu 12 mánuðina.

 

Einkaneysla dróst saman á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Hún virðist þó eitthvað ætla að taka við sér á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt Vegvísi Landsbanka Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×