Sterkar tilfinningar á Syndum feðranna 20. október 2007 04:00 Troðfullt var í aðalsal Háskólabíós og var meðal annars brugðið á það ráð að bæta við sætum í salinn. Heimildarmyndin Syndir feðranna eftir þá Ara Alexander og Bergstein Björgúlfsson var frumsýnd í Háskólabíói á fimmtudagskvöldið. Fjölmenni mætti á frumsýninguna og kallaði myndin fram sterkar tilfinningar hjá mörgum. Syndir feðranna lýsir hörmulegum og skelfilegum aðstæðum á betrunarheimilinu Breiðavík á árunum 1953 til 1972. Málið komst í hámæli fyrr á þessu ári og vakti bæði gríðarlega athygli og reiði úti í þjóðfélaginu, ekki síst í ljósi þess að þarna höfðu stjórnvöld brugðist þessum drengjum er þarna voru vistaðir. „Þetta var mjög átakanleg mynd en um leið mjög fallega gerð,“ segir leikstjórinn Ragnar Bragason sem var meðal gesta. „Það er orðið langt síðan maður varð jafn hrærður í kvikmyndahúsi,“ bætir hann við. Felix Bergsson leikari tók undir þessi orð og sagði þetta hafa verið ákaflega sterka mynd. „Þeir voru ekkert að velta sér upp úr hlutunum heldur leyfðu strákunum að tala og segja hlutina eins og þeir voru. Þetta er saga sem varð að segja og þeir Ari og Bergsteinn gera það mjög vel,“ segir Felix sem fór sjálfur vestur á Breiðavík í sumar og dvaldist hjá staðarhöldurunum, Birnu Atladóttur og Keran Stueland Ólason. „Ég held að allir hafi gott af því að fara þangað og setja sig í spor þessara stráka og reyna að sætta sig við þessa sögu,“ bætir Felix við. Fullt var út úr dyrum í Háskólabíói og var meðal annars gripið til þess ráðs að bæta við stólum. Myndin hafði augljóslega mjög sterk áhrif á viðstadda og höfðu margir orð á því að þeir ættu eflaust erfitt með svefn um nóttina. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fárveik í París Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Heimildarmyndin Syndir feðranna eftir þá Ara Alexander og Bergstein Björgúlfsson var frumsýnd í Háskólabíói á fimmtudagskvöldið. Fjölmenni mætti á frumsýninguna og kallaði myndin fram sterkar tilfinningar hjá mörgum. Syndir feðranna lýsir hörmulegum og skelfilegum aðstæðum á betrunarheimilinu Breiðavík á árunum 1953 til 1972. Málið komst í hámæli fyrr á þessu ári og vakti bæði gríðarlega athygli og reiði úti í þjóðfélaginu, ekki síst í ljósi þess að þarna höfðu stjórnvöld brugðist þessum drengjum er þarna voru vistaðir. „Þetta var mjög átakanleg mynd en um leið mjög fallega gerð,“ segir leikstjórinn Ragnar Bragason sem var meðal gesta. „Það er orðið langt síðan maður varð jafn hrærður í kvikmyndahúsi,“ bætir hann við. Felix Bergsson leikari tók undir þessi orð og sagði þetta hafa verið ákaflega sterka mynd. „Þeir voru ekkert að velta sér upp úr hlutunum heldur leyfðu strákunum að tala og segja hlutina eins og þeir voru. Þetta er saga sem varð að segja og þeir Ari og Bergsteinn gera það mjög vel,“ segir Felix sem fór sjálfur vestur á Breiðavík í sumar og dvaldist hjá staðarhöldurunum, Birnu Atladóttur og Keran Stueland Ólason. „Ég held að allir hafi gott af því að fara þangað og setja sig í spor þessara stráka og reyna að sætta sig við þessa sögu,“ bætir Felix við. Fullt var út úr dyrum í Háskólabíói og var meðal annars gripið til þess ráðs að bæta við stólum. Myndin hafði augljóslega mjög sterk áhrif á viðstadda og höfðu margir orð á því að þeir ættu eflaust erfitt með svefn um nóttina. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fárveik í París Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira