Sterkar tilfinningar á Syndum feðranna 20. október 2007 04:00 Troðfullt var í aðalsal Háskólabíós og var meðal annars brugðið á það ráð að bæta við sætum í salinn. Heimildarmyndin Syndir feðranna eftir þá Ara Alexander og Bergstein Björgúlfsson var frumsýnd í Háskólabíói á fimmtudagskvöldið. Fjölmenni mætti á frumsýninguna og kallaði myndin fram sterkar tilfinningar hjá mörgum. Syndir feðranna lýsir hörmulegum og skelfilegum aðstæðum á betrunarheimilinu Breiðavík á árunum 1953 til 1972. Málið komst í hámæli fyrr á þessu ári og vakti bæði gríðarlega athygli og reiði úti í þjóðfélaginu, ekki síst í ljósi þess að þarna höfðu stjórnvöld brugðist þessum drengjum er þarna voru vistaðir. „Þetta var mjög átakanleg mynd en um leið mjög fallega gerð,“ segir leikstjórinn Ragnar Bragason sem var meðal gesta. „Það er orðið langt síðan maður varð jafn hrærður í kvikmyndahúsi,“ bætir hann við. Felix Bergsson leikari tók undir þessi orð og sagði þetta hafa verið ákaflega sterka mynd. „Þeir voru ekkert að velta sér upp úr hlutunum heldur leyfðu strákunum að tala og segja hlutina eins og þeir voru. Þetta er saga sem varð að segja og þeir Ari og Bergsteinn gera það mjög vel,“ segir Felix sem fór sjálfur vestur á Breiðavík í sumar og dvaldist hjá staðarhöldurunum, Birnu Atladóttur og Keran Stueland Ólason. „Ég held að allir hafi gott af því að fara þangað og setja sig í spor þessara stráka og reyna að sætta sig við þessa sögu,“ bætir Felix við. Fullt var út úr dyrum í Háskólabíói og var meðal annars gripið til þess ráðs að bæta við stólum. Myndin hafði augljóslega mjög sterk áhrif á viðstadda og höfðu margir orð á því að þeir ættu eflaust erfitt með svefn um nóttina. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Sjá meira
Heimildarmyndin Syndir feðranna eftir þá Ara Alexander og Bergstein Björgúlfsson var frumsýnd í Háskólabíói á fimmtudagskvöldið. Fjölmenni mætti á frumsýninguna og kallaði myndin fram sterkar tilfinningar hjá mörgum. Syndir feðranna lýsir hörmulegum og skelfilegum aðstæðum á betrunarheimilinu Breiðavík á árunum 1953 til 1972. Málið komst í hámæli fyrr á þessu ári og vakti bæði gríðarlega athygli og reiði úti í þjóðfélaginu, ekki síst í ljósi þess að þarna höfðu stjórnvöld brugðist þessum drengjum er þarna voru vistaðir. „Þetta var mjög átakanleg mynd en um leið mjög fallega gerð,“ segir leikstjórinn Ragnar Bragason sem var meðal gesta. „Það er orðið langt síðan maður varð jafn hrærður í kvikmyndahúsi,“ bætir hann við. Felix Bergsson leikari tók undir þessi orð og sagði þetta hafa verið ákaflega sterka mynd. „Þeir voru ekkert að velta sér upp úr hlutunum heldur leyfðu strákunum að tala og segja hlutina eins og þeir voru. Þetta er saga sem varð að segja og þeir Ari og Bergsteinn gera það mjög vel,“ segir Felix sem fór sjálfur vestur á Breiðavík í sumar og dvaldist hjá staðarhöldurunum, Birnu Atladóttur og Keran Stueland Ólason. „Ég held að allir hafi gott af því að fara þangað og setja sig í spor þessara stráka og reyna að sætta sig við þessa sögu,“ bætir Felix við. Fullt var út úr dyrum í Háskólabíói og var meðal annars gripið til þess ráðs að bæta við stólum. Myndin hafði augljóslega mjög sterk áhrif á viðstadda og höfðu margir orð á því að þeir ættu eflaust erfitt með svefn um nóttina. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Sjá meira