Íslenski boltinn

Gunnar Már hefur jafnað

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gunnar Már Guðmundsson. Mynd af fjolnir.is.
Gunnar Már Guðmundsson. Mynd af fjolnir.is.

Staðan er orðin jöfn 1-1 í leik Fylkis og Fjölnis á Laugardalsvelli. Þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum náði Gunnar Már Guðmundsson að jafna fyrir Fjölni með marki úr vítaspyrnu.

Jóhannes Valgeirsson dómari dæmdi réttilega vítaspyrnu en boltinn fór tvívegis í hendi varnarmanna Fylkis innan teigs.

Verði þetta staðan eftir venjulegan leiktíma verður framlengt. Sigurliðið mun mæta FH í úrslitaleik VISA-bikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×