Íslenski boltinn

Albert kom Fylki yfir

Elvar Geir Magnússon skrifar
Albert Brynjar Ingason.
Albert Brynjar Ingason.

Hálfleikur er í undanúrslitaleik Fylkis og Fjölnis í VISA-bikar karla. Staðan er 1-0 fyrir Fylkismönnum en markið skoraði Albert Brynjar Ingason nokkrum mínútum fyrir hlé. Albert hefur átt góðan leik og verið ógnandi í fremstu víglínu.

Aðstæður á Laugardalsvellinum eru erfiðar en leikurinn hefur verið virkilega fjörlegur. Jafnræði hefur verið með liðunum en Tómas Leifsson brenndi af dauðafæri fyrir Fjölni snemma leiks.

Byrjunarlið Fylkis: Fjalar Þorgeirsson, Kristján Valdimarsson, Ólafur Stígsson, Peter Gravesen, Víðir Leifsson, Andrés Jóhannesson, David Hannah, Halldór Hilmisson, Christian Christiansen, Albert Brynjar Ingason, Valur Fannars Gíslason.

Byrjunarlið Fjölnis: Þórður Ingason, Gunnar Valur Gunnarsson, Magnús Ingi Einarsson, Gunnar Már Guðmundsson, Davíð Þór Rúnarsson, Heimir Snær Guðmundsson, Pétur Georg Markan, Ragnar Heimir Gunnarsson, Atli Viðar Björnsson, Ásgeir Aron Ásgeirsson, Tómas Leifsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×