Íslenski boltinn

Fjölnir í úrslitaleikinn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fjölnir vann magnaðan sigur á Fylki.
Fjölnir vann magnaðan sigur á Fylki.

Fjölnismenn eru komnir í úrslitaleik VISA-bikarsins eftir að hafa unnið Fylki 2-1 í framlengdum undanúrslitaleik. Sigurmarkið skoraði Atli Viðar Björnsson á 112. mínútu. Leikurinn var bráðfjörugur og úrslitin óvænt.

Fjölnir mun mæta FH í úrslitaleik bikarkeppninnar en þess má geta að Atli Viðar, hetja Fjölnis, er á lánssamningi hjá Grafarvogsliðinu frá FH. Fjölnir situr í þriðja sæti 1. deildar og fyrirfram bjuggust flestir við sigri Fylkis á Laugardalsvellinum í kvöld.

Undir lok fyrri hálfleiks kom Albert Brynjar Ingason liði Fylkis yfir. Eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik jafnaði Gunnar Már Guðmundsson úr vítaspyrnu. Ekki var meira skorað í venjulegum leiktíma en Fjölnir tryggði sér sigurinn í framlengingu.

Frábær árangur hjá Fjölni sem er komið í úrslit bikarkeppninnar í fyrsta sinn í sögunni. Úrslitaleikurinn verður laugardaginn 6. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×