Íslenski boltinn

Áhorfendametið slegið

Áhorfendametið í Landsbankadeild karla í knattspyrnu féll í gær þegar 1018 áhorfendur sáu Valsmenn vinna öruggan 5-1 sigur á Víkingi. Alls hafa 98.412 manns mætt á leikina í Landsbankadeildinni í sumar, en eldra metið var 98.026 manns og var það sett í fyrra. Því er nokkuð ljóst að farið verður yfir 100.000 manna múrinn í næstu umferð deildarinnar sem hefst þann 16. september.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×