Valsmenn skutu Víkinga á bólakaf í Víkinni 3. september 2007 00:01 0-4 Dennis Bo Mortensen skallar hér boltann auðveldlega í netið og kemur Val í 0-4 í leiknum í gær. Vilhelm Valsmenn hanga ennþá í skottinu á Íslandsmeisturum FH. Líkurnar á að innbyrðis viðureign liðanna í 17. umferð deildarinnar muni ráða úrslitum hafa því aukist enn frekar og fari svo að Valsmenn vinni þann leik er allt eins líklegt að markatalan muni hafa allt að segja. Þar standa þeir rauðklæddu betur eftir stórsigurinn í gær, með 18 mörk í plús gegn 17 mörkum FH. „Við erum ekkert að hugsa um markatöluna en það kom aldrei neitt annað til greina en að halda áfram að sækja í síðari hálfleik. Mér fannst við spila frábærlega og mörkin hefðu getað verið fleiri. Það er bullandi sjálfstraust í liðinu um þessar mundir og við ætlum að láta FH-inga hafa fyrir hlutunum allt til enda,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason í leikslok, en hann átti mjög góðan leik miðju Vals. Heimamenn í Víkingi byrjuðu leikinn í gær reyndar mun betur og höfðu yfirhöndina framan af. Valsmenn voru í raun langt frá sínu besta fyrsta hálftímann og ekki bætti úr skák að markahrókurinn Helgi Sigurðsson þurfti af fara af velli vegna meiðsla eftir tæplega 20 mínútur. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins sem gestirnir komust yfir með skallamarki Gunnars Einarssonar. Markið reyndist mikið áfall fyrir Víkinga og má segja að þeir hafi algjörlega brotnað niður við mótlætið. Valsmenn bættu við tveimur mörkum fyrir hálfleik, bæði úr aukaspyrnum rétt utan vítateigs sem dæmdar voru á það sem virtust vera fremur litlar sakir. Guðmundur Benediktsson skoraði það fyrra með glæsilegu skoti og Baldur Aðalsteinsson það síðara, þar sem skotið fór af varnarveggi Víkinga og í markið. Svo virtist sem Víkingar væru enn að stilla upp varnarveggnum þegar Baldur lét skotið ríða af en dómarinn Sævar Jónsson, sem réð engan veginn við verkefnið í gær, lét markið standa. „Þetta var vond dómgæsla,“ sagði Grétar Sigfinnur Sigurðarson, varnarmaður Víkinga, eftir leikinn. Hann bætti þó við að Valsmenn hefðu átt sigurinn fyllilega skilinn. „Þeir keyra yfir okkur í síðari hálfleik, enda með klassalið sem á fyllilega skilið að vera í toppslagnum. Við áttum ekki möguleika í síðari hálfleik.“ Þremur mörkum yfir gegn vængbrotnum Víkingum spiluðu Valsmenn af miklu sjálfsöryggi í síðari hálfleik og bættu Dennis Bo Mortensen og Pálmi Rafn við auðveldum mörkum í síðari hálfleik. Víkingar reyndu hvað þeir gátu og uppskáru eitt mark en um leið voru þeir stálheppnir að fá ekki á sig mun fleiri mörk. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Valsmenn hanga ennþá í skottinu á Íslandsmeisturum FH. Líkurnar á að innbyrðis viðureign liðanna í 17. umferð deildarinnar muni ráða úrslitum hafa því aukist enn frekar og fari svo að Valsmenn vinni þann leik er allt eins líklegt að markatalan muni hafa allt að segja. Þar standa þeir rauðklæddu betur eftir stórsigurinn í gær, með 18 mörk í plús gegn 17 mörkum FH. „Við erum ekkert að hugsa um markatöluna en það kom aldrei neitt annað til greina en að halda áfram að sækja í síðari hálfleik. Mér fannst við spila frábærlega og mörkin hefðu getað verið fleiri. Það er bullandi sjálfstraust í liðinu um þessar mundir og við ætlum að láta FH-inga hafa fyrir hlutunum allt til enda,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason í leikslok, en hann átti mjög góðan leik miðju Vals. Heimamenn í Víkingi byrjuðu leikinn í gær reyndar mun betur og höfðu yfirhöndina framan af. Valsmenn voru í raun langt frá sínu besta fyrsta hálftímann og ekki bætti úr skák að markahrókurinn Helgi Sigurðsson þurfti af fara af velli vegna meiðsla eftir tæplega 20 mínútur. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins sem gestirnir komust yfir með skallamarki Gunnars Einarssonar. Markið reyndist mikið áfall fyrir Víkinga og má segja að þeir hafi algjörlega brotnað niður við mótlætið. Valsmenn bættu við tveimur mörkum fyrir hálfleik, bæði úr aukaspyrnum rétt utan vítateigs sem dæmdar voru á það sem virtust vera fremur litlar sakir. Guðmundur Benediktsson skoraði það fyrra með glæsilegu skoti og Baldur Aðalsteinsson það síðara, þar sem skotið fór af varnarveggi Víkinga og í markið. Svo virtist sem Víkingar væru enn að stilla upp varnarveggnum þegar Baldur lét skotið ríða af en dómarinn Sævar Jónsson, sem réð engan veginn við verkefnið í gær, lét markið standa. „Þetta var vond dómgæsla,“ sagði Grétar Sigfinnur Sigurðarson, varnarmaður Víkinga, eftir leikinn. Hann bætti þó við að Valsmenn hefðu átt sigurinn fyllilega skilinn. „Þeir keyra yfir okkur í síðari hálfleik, enda með klassalið sem á fyllilega skilið að vera í toppslagnum. Við áttum ekki möguleika í síðari hálfleik.“ Þremur mörkum yfir gegn vængbrotnum Víkingum spiluðu Valsmenn af miklu sjálfsöryggi í síðari hálfleik og bættu Dennis Bo Mortensen og Pálmi Rafn við auðveldum mörkum í síðari hálfleik. Víkingar reyndu hvað þeir gátu og uppskáru eitt mark en um leið voru þeir stálheppnir að fá ekki á sig mun fleiri mörk.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira