Íslenski boltinn

Beierholm farinn frá Fylki

Mads Beierholm.
Mads Beierholm.

Knattspyrnudeild Fylkis og Daninn Mads Beierholm komust að samkomulagi um að rifta samningi leikmannsins áður en leikmannaglugginn lokaði. Var samningi rift að ósk leikmannsins að því er fram kemur á heimasíðu Fylkis.

Beierholm er farinn af landi brott og byrjaður að æfa með danska félaginu BraBrand sem leikur í næstefstu deild í Danmörku. Beierholm lék ellefu leiki með Fylki í Landsbankadeildinni og þótti ekki standa sig vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×