Yfirvöld á Akureyri hvött til afsagnar 8. ágúst 2007 20:16 Ungmenni á borð við þessi fengu ekki að heimsækja Akureyri um síðustu helgi. MYND/Hilli Hafin er undirskriftasöfnun á meðal bæjarbúa á Akureyri þar sem Bæjarstjórinn, Sigríður Björk Jakobsdóttir, er hvött til að segja af sér. Einnig er skorað á meirihlutann eins og hann leggur sig að gera slíkt hið sama. Undirskriftalistanum er ýtt úr vör í kjölfar umdeildrar ákvörðunar bæjaryfirvalda að banna ungmennum á aldrinum 18 til 23 ára að tjalda í bænum yfir verslunarmannahelgina. Banni skellt á með skömmum fyrirvara Birgir Torfason, meðlimur í Vinum Akureyrar, stendur fyrir listanum. Hann gagnrýnir bæjarstjórann og meirihlutann harðlega í samtali við Vísi og segir þau vanhæf til að gegna störfum sínum. „Við höfum alltaf staðið í stappi við bæjaryfirvöld vegna þessarar hátíðar um verslunarmannahelgina og sniðið hana að þeirra kröfum hverju sinni," segir Birgir. Hann segir málin þó hafa versnað til muna með tilkomu nýs meirihluta í bænum. „Í júní lofuðu þeir okkur að tjaldsvæðamálin yrðu í lagi. Þar yrði aðeins 18 ára aldurstakmark sem er eðlilegt að okkar mati." Hann segir að þetta loforð hafi síðan verið svikið með afar stuttum fyrirvara en tilkynnt var um bannið á mánudaginn fyrir viku síðan, aðeins nokkrum dögum fyrir hátíðina. Hátíðin ónýt „Við lítum svo á að með þessari ákvörðun hafi mótshaldarar í raun setið uppi með ónýta hátíð," segir Birgir. Hann segir að allur undirbúningur verslunarmanna á svæðinu hafi miðað að því að þessi aldurshópur væri velkominn til bæjarins. Hann tekur einnig dæmi af kynningarbæklingi sem prentaður hafi verið í 50 þúsund eintökum og dreift um allt land. Þar hafi staðið skýrum stöfum að aldurstakmarkið væri 18 ár. Birgir segist álíta að tjón vegna þessarar ákvörðunar hlaupi á tugum milljóna króna. Ætlar að opna bloggsíðu Aðspurður segir Birgir söfnun undirskrifta ganga vel og að hann áformi að koma bloggsíðu í loftið í kvöld eða á morgun. „Ég ætla síðan að reyna að koma listanum til bæjarstjórnarinnar á föstudaginn kemur." Hann segist ennfremur trúa því og vona að einhver utanbæjarmaður kæri bannið á grundvelli almennra mannréttinda. Tjaldsvæðið rekið eins og fangelsi Birgir er ennfremur ósáttur við fyrirkomulag það sem í gildi sé um tjaldsvæði bæjarins en skátarnir hafa þann rekstur með höndum. „Mér finnst að það eigi að bjóða þennan rekstur út á meðal einkaaðila því skátarnir eru engan veginn að gera þetta á viðunandi hátt." Birgir segir að reglur skátanna á svæðinu séu alltof strangar og tekur dæmi af síðustu helgi. „Þeir reka þetta bara eins og fangelsi og um helgina var í gildi heimsóknarbann á tjaldsvæðinu eftir klukkan tólf." Birgir segir að lokum að ekki sé útséð með hvort farið verði í skaðabótamál við bæinn, en að það komi til greina. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Hafin er undirskriftasöfnun á meðal bæjarbúa á Akureyri þar sem Bæjarstjórinn, Sigríður Björk Jakobsdóttir, er hvött til að segja af sér. Einnig er skorað á meirihlutann eins og hann leggur sig að gera slíkt hið sama. Undirskriftalistanum er ýtt úr vör í kjölfar umdeildrar ákvörðunar bæjaryfirvalda að banna ungmennum á aldrinum 18 til 23 ára að tjalda í bænum yfir verslunarmannahelgina. Banni skellt á með skömmum fyrirvara Birgir Torfason, meðlimur í Vinum Akureyrar, stendur fyrir listanum. Hann gagnrýnir bæjarstjórann og meirihlutann harðlega í samtali við Vísi og segir þau vanhæf til að gegna störfum sínum. „Við höfum alltaf staðið í stappi við bæjaryfirvöld vegna þessarar hátíðar um verslunarmannahelgina og sniðið hana að þeirra kröfum hverju sinni," segir Birgir. Hann segir málin þó hafa versnað til muna með tilkomu nýs meirihluta í bænum. „Í júní lofuðu þeir okkur að tjaldsvæðamálin yrðu í lagi. Þar yrði aðeins 18 ára aldurstakmark sem er eðlilegt að okkar mati." Hann segir að þetta loforð hafi síðan verið svikið með afar stuttum fyrirvara en tilkynnt var um bannið á mánudaginn fyrir viku síðan, aðeins nokkrum dögum fyrir hátíðina. Hátíðin ónýt „Við lítum svo á að með þessari ákvörðun hafi mótshaldarar í raun setið uppi með ónýta hátíð," segir Birgir. Hann segir að allur undirbúningur verslunarmanna á svæðinu hafi miðað að því að þessi aldurshópur væri velkominn til bæjarins. Hann tekur einnig dæmi af kynningarbæklingi sem prentaður hafi verið í 50 þúsund eintökum og dreift um allt land. Þar hafi staðið skýrum stöfum að aldurstakmarkið væri 18 ár. Birgir segist álíta að tjón vegna þessarar ákvörðunar hlaupi á tugum milljóna króna. Ætlar að opna bloggsíðu Aðspurður segir Birgir söfnun undirskrifta ganga vel og að hann áformi að koma bloggsíðu í loftið í kvöld eða á morgun. „Ég ætla síðan að reyna að koma listanum til bæjarstjórnarinnar á föstudaginn kemur." Hann segist ennfremur trúa því og vona að einhver utanbæjarmaður kæri bannið á grundvelli almennra mannréttinda. Tjaldsvæðið rekið eins og fangelsi Birgir er ennfremur ósáttur við fyrirkomulag það sem í gildi sé um tjaldsvæði bæjarins en skátarnir hafa þann rekstur með höndum. „Mér finnst að það eigi að bjóða þennan rekstur út á meðal einkaaðila því skátarnir eru engan veginn að gera þetta á viðunandi hátt." Birgir segir að reglur skátanna á svæðinu séu alltof strangar og tekur dæmi af síðustu helgi. „Þeir reka þetta bara eins og fangelsi og um helgina var í gildi heimsóknarbann á tjaldsvæðinu eftir klukkan tólf." Birgir segir að lokum að ekki sé útséð með hvort farið verði í skaðabótamál við bæinn, en að það komi til greina.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira