Yfirvöld á Akureyri hvött til afsagnar 8. ágúst 2007 20:16 Ungmenni á borð við þessi fengu ekki að heimsækja Akureyri um síðustu helgi. MYND/Hilli Hafin er undirskriftasöfnun á meðal bæjarbúa á Akureyri þar sem Bæjarstjórinn, Sigríður Björk Jakobsdóttir, er hvött til að segja af sér. Einnig er skorað á meirihlutann eins og hann leggur sig að gera slíkt hið sama. Undirskriftalistanum er ýtt úr vör í kjölfar umdeildrar ákvörðunar bæjaryfirvalda að banna ungmennum á aldrinum 18 til 23 ára að tjalda í bænum yfir verslunarmannahelgina. Banni skellt á með skömmum fyrirvara Birgir Torfason, meðlimur í Vinum Akureyrar, stendur fyrir listanum. Hann gagnrýnir bæjarstjórann og meirihlutann harðlega í samtali við Vísi og segir þau vanhæf til að gegna störfum sínum. „Við höfum alltaf staðið í stappi við bæjaryfirvöld vegna þessarar hátíðar um verslunarmannahelgina og sniðið hana að þeirra kröfum hverju sinni," segir Birgir. Hann segir málin þó hafa versnað til muna með tilkomu nýs meirihluta í bænum. „Í júní lofuðu þeir okkur að tjaldsvæðamálin yrðu í lagi. Þar yrði aðeins 18 ára aldurstakmark sem er eðlilegt að okkar mati." Hann segir að þetta loforð hafi síðan verið svikið með afar stuttum fyrirvara en tilkynnt var um bannið á mánudaginn fyrir viku síðan, aðeins nokkrum dögum fyrir hátíðina. Hátíðin ónýt „Við lítum svo á að með þessari ákvörðun hafi mótshaldarar í raun setið uppi með ónýta hátíð," segir Birgir. Hann segir að allur undirbúningur verslunarmanna á svæðinu hafi miðað að því að þessi aldurshópur væri velkominn til bæjarins. Hann tekur einnig dæmi af kynningarbæklingi sem prentaður hafi verið í 50 þúsund eintökum og dreift um allt land. Þar hafi staðið skýrum stöfum að aldurstakmarkið væri 18 ár. Birgir segist álíta að tjón vegna þessarar ákvörðunar hlaupi á tugum milljóna króna. Ætlar að opna bloggsíðu Aðspurður segir Birgir söfnun undirskrifta ganga vel og að hann áformi að koma bloggsíðu í loftið í kvöld eða á morgun. „Ég ætla síðan að reyna að koma listanum til bæjarstjórnarinnar á föstudaginn kemur." Hann segist ennfremur trúa því og vona að einhver utanbæjarmaður kæri bannið á grundvelli almennra mannréttinda. Tjaldsvæðið rekið eins og fangelsi Birgir er ennfremur ósáttur við fyrirkomulag það sem í gildi sé um tjaldsvæði bæjarins en skátarnir hafa þann rekstur með höndum. „Mér finnst að það eigi að bjóða þennan rekstur út á meðal einkaaðila því skátarnir eru engan veginn að gera þetta á viðunandi hátt." Birgir segir að reglur skátanna á svæðinu séu alltof strangar og tekur dæmi af síðustu helgi. „Þeir reka þetta bara eins og fangelsi og um helgina var í gildi heimsóknarbann á tjaldsvæðinu eftir klukkan tólf." Birgir segir að lokum að ekki sé útséð með hvort farið verði í skaðabótamál við bæinn, en að það komi til greina. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Hafin er undirskriftasöfnun á meðal bæjarbúa á Akureyri þar sem Bæjarstjórinn, Sigríður Björk Jakobsdóttir, er hvött til að segja af sér. Einnig er skorað á meirihlutann eins og hann leggur sig að gera slíkt hið sama. Undirskriftalistanum er ýtt úr vör í kjölfar umdeildrar ákvörðunar bæjaryfirvalda að banna ungmennum á aldrinum 18 til 23 ára að tjalda í bænum yfir verslunarmannahelgina. Banni skellt á með skömmum fyrirvara Birgir Torfason, meðlimur í Vinum Akureyrar, stendur fyrir listanum. Hann gagnrýnir bæjarstjórann og meirihlutann harðlega í samtali við Vísi og segir þau vanhæf til að gegna störfum sínum. „Við höfum alltaf staðið í stappi við bæjaryfirvöld vegna þessarar hátíðar um verslunarmannahelgina og sniðið hana að þeirra kröfum hverju sinni," segir Birgir. Hann segir málin þó hafa versnað til muna með tilkomu nýs meirihluta í bænum. „Í júní lofuðu þeir okkur að tjaldsvæðamálin yrðu í lagi. Þar yrði aðeins 18 ára aldurstakmark sem er eðlilegt að okkar mati." Hann segir að þetta loforð hafi síðan verið svikið með afar stuttum fyrirvara en tilkynnt var um bannið á mánudaginn fyrir viku síðan, aðeins nokkrum dögum fyrir hátíðina. Hátíðin ónýt „Við lítum svo á að með þessari ákvörðun hafi mótshaldarar í raun setið uppi með ónýta hátíð," segir Birgir. Hann segir að allur undirbúningur verslunarmanna á svæðinu hafi miðað að því að þessi aldurshópur væri velkominn til bæjarins. Hann tekur einnig dæmi af kynningarbæklingi sem prentaður hafi verið í 50 þúsund eintökum og dreift um allt land. Þar hafi staðið skýrum stöfum að aldurstakmarkið væri 18 ár. Birgir segist álíta að tjón vegna þessarar ákvörðunar hlaupi á tugum milljóna króna. Ætlar að opna bloggsíðu Aðspurður segir Birgir söfnun undirskrifta ganga vel og að hann áformi að koma bloggsíðu í loftið í kvöld eða á morgun. „Ég ætla síðan að reyna að koma listanum til bæjarstjórnarinnar á föstudaginn kemur." Hann segist ennfremur trúa því og vona að einhver utanbæjarmaður kæri bannið á grundvelli almennra mannréttinda. Tjaldsvæðið rekið eins og fangelsi Birgir er ennfremur ósáttur við fyrirkomulag það sem í gildi sé um tjaldsvæði bæjarins en skátarnir hafa þann rekstur með höndum. „Mér finnst að það eigi að bjóða þennan rekstur út á meðal einkaaðila því skátarnir eru engan veginn að gera þetta á viðunandi hátt." Birgir segir að reglur skátanna á svæðinu séu alltof strangar og tekur dæmi af síðustu helgi. „Þeir reka þetta bara eins og fangelsi og um helgina var í gildi heimsóknarbann á tjaldsvæðinu eftir klukkan tólf." Birgir segir að lokum að ekki sé útséð með hvort farið verði í skaðabótamál við bæinn, en að það komi til greina.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira