Valsmenn skutu Víkinga á bólakaf í Víkinni 3. september 2007 00:01 0-4 Dennis Bo Mortensen skallar hér boltann auðveldlega í netið og kemur Val í 0-4 í leiknum í gær. Vilhelm Valsmenn hanga ennþá í skottinu á Íslandsmeisturum FH. Líkurnar á að innbyrðis viðureign liðanna í 17. umferð deildarinnar muni ráða úrslitum hafa því aukist enn frekar og fari svo að Valsmenn vinni þann leik er allt eins líklegt að markatalan muni hafa allt að segja. Þar standa þeir rauðklæddu betur eftir stórsigurinn í gær, með 18 mörk í plús gegn 17 mörkum FH. „Við erum ekkert að hugsa um markatöluna en það kom aldrei neitt annað til greina en að halda áfram að sækja í síðari hálfleik. Mér fannst við spila frábærlega og mörkin hefðu getað verið fleiri. Það er bullandi sjálfstraust í liðinu um þessar mundir og við ætlum að láta FH-inga hafa fyrir hlutunum allt til enda,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason í leikslok, en hann átti mjög góðan leik miðju Vals. Heimamenn í Víkingi byrjuðu leikinn í gær reyndar mun betur og höfðu yfirhöndina framan af. Valsmenn voru í raun langt frá sínu besta fyrsta hálftímann og ekki bætti úr skák að markahrókurinn Helgi Sigurðsson þurfti af fara af velli vegna meiðsla eftir tæplega 20 mínútur. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins sem gestirnir komust yfir með skallamarki Gunnars Einarssonar. Markið reyndist mikið áfall fyrir Víkinga og má segja að þeir hafi algjörlega brotnað niður við mótlætið. Valsmenn bættu við tveimur mörkum fyrir hálfleik, bæði úr aukaspyrnum rétt utan vítateigs sem dæmdar voru á það sem virtust vera fremur litlar sakir. Guðmundur Benediktsson skoraði það fyrra með glæsilegu skoti og Baldur Aðalsteinsson það síðara, þar sem skotið fór af varnarveggi Víkinga og í markið. Svo virtist sem Víkingar væru enn að stilla upp varnarveggnum þegar Baldur lét skotið ríða af en dómarinn Sævar Jónsson, sem réð engan veginn við verkefnið í gær, lét markið standa. „Þetta var vond dómgæsla,“ sagði Grétar Sigfinnur Sigurðarson, varnarmaður Víkinga, eftir leikinn. Hann bætti þó við að Valsmenn hefðu átt sigurinn fyllilega skilinn. „Þeir keyra yfir okkur í síðari hálfleik, enda með klassalið sem á fyllilega skilið að vera í toppslagnum. Við áttum ekki möguleika í síðari hálfleik.“ Þremur mörkum yfir gegn vængbrotnum Víkingum spiluðu Valsmenn af miklu sjálfsöryggi í síðari hálfleik og bættu Dennis Bo Mortensen og Pálmi Rafn við auðveldum mörkum í síðari hálfleik. Víkingar reyndu hvað þeir gátu og uppskáru eitt mark en um leið voru þeir stálheppnir að fá ekki á sig mun fleiri mörk. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Sjá meira
Valsmenn hanga ennþá í skottinu á Íslandsmeisturum FH. Líkurnar á að innbyrðis viðureign liðanna í 17. umferð deildarinnar muni ráða úrslitum hafa því aukist enn frekar og fari svo að Valsmenn vinni þann leik er allt eins líklegt að markatalan muni hafa allt að segja. Þar standa þeir rauðklæddu betur eftir stórsigurinn í gær, með 18 mörk í plús gegn 17 mörkum FH. „Við erum ekkert að hugsa um markatöluna en það kom aldrei neitt annað til greina en að halda áfram að sækja í síðari hálfleik. Mér fannst við spila frábærlega og mörkin hefðu getað verið fleiri. Það er bullandi sjálfstraust í liðinu um þessar mundir og við ætlum að láta FH-inga hafa fyrir hlutunum allt til enda,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason í leikslok, en hann átti mjög góðan leik miðju Vals. Heimamenn í Víkingi byrjuðu leikinn í gær reyndar mun betur og höfðu yfirhöndina framan af. Valsmenn voru í raun langt frá sínu besta fyrsta hálftímann og ekki bætti úr skák að markahrókurinn Helgi Sigurðsson þurfti af fara af velli vegna meiðsla eftir tæplega 20 mínútur. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins sem gestirnir komust yfir með skallamarki Gunnars Einarssonar. Markið reyndist mikið áfall fyrir Víkinga og má segja að þeir hafi algjörlega brotnað niður við mótlætið. Valsmenn bættu við tveimur mörkum fyrir hálfleik, bæði úr aukaspyrnum rétt utan vítateigs sem dæmdar voru á það sem virtust vera fremur litlar sakir. Guðmundur Benediktsson skoraði það fyrra með glæsilegu skoti og Baldur Aðalsteinsson það síðara, þar sem skotið fór af varnarveggi Víkinga og í markið. Svo virtist sem Víkingar væru enn að stilla upp varnarveggnum þegar Baldur lét skotið ríða af en dómarinn Sævar Jónsson, sem réð engan veginn við verkefnið í gær, lét markið standa. „Þetta var vond dómgæsla,“ sagði Grétar Sigfinnur Sigurðarson, varnarmaður Víkinga, eftir leikinn. Hann bætti þó við að Valsmenn hefðu átt sigurinn fyllilega skilinn. „Þeir keyra yfir okkur í síðari hálfleik, enda með klassalið sem á fyllilega skilið að vera í toppslagnum. Við áttum ekki möguleika í síðari hálfleik.“ Þremur mörkum yfir gegn vængbrotnum Víkingum spiluðu Valsmenn af miklu sjálfsöryggi í síðari hálfleik og bættu Dennis Bo Mortensen og Pálmi Rafn við auðveldum mörkum í síðari hálfleik. Víkingar reyndu hvað þeir gátu og uppskáru eitt mark en um leið voru þeir stálheppnir að fá ekki á sig mun fleiri mörk.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Sjá meira