Valsmenn skutu Víkinga á bólakaf í Víkinni 3. september 2007 00:01 0-4 Dennis Bo Mortensen skallar hér boltann auðveldlega í netið og kemur Val í 0-4 í leiknum í gær. Vilhelm Valsmenn hanga ennþá í skottinu á Íslandsmeisturum FH. Líkurnar á að innbyrðis viðureign liðanna í 17. umferð deildarinnar muni ráða úrslitum hafa því aukist enn frekar og fari svo að Valsmenn vinni þann leik er allt eins líklegt að markatalan muni hafa allt að segja. Þar standa þeir rauðklæddu betur eftir stórsigurinn í gær, með 18 mörk í plús gegn 17 mörkum FH. „Við erum ekkert að hugsa um markatöluna en það kom aldrei neitt annað til greina en að halda áfram að sækja í síðari hálfleik. Mér fannst við spila frábærlega og mörkin hefðu getað verið fleiri. Það er bullandi sjálfstraust í liðinu um þessar mundir og við ætlum að láta FH-inga hafa fyrir hlutunum allt til enda,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason í leikslok, en hann átti mjög góðan leik miðju Vals. Heimamenn í Víkingi byrjuðu leikinn í gær reyndar mun betur og höfðu yfirhöndina framan af. Valsmenn voru í raun langt frá sínu besta fyrsta hálftímann og ekki bætti úr skák að markahrókurinn Helgi Sigurðsson þurfti af fara af velli vegna meiðsla eftir tæplega 20 mínútur. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins sem gestirnir komust yfir með skallamarki Gunnars Einarssonar. Markið reyndist mikið áfall fyrir Víkinga og má segja að þeir hafi algjörlega brotnað niður við mótlætið. Valsmenn bættu við tveimur mörkum fyrir hálfleik, bæði úr aukaspyrnum rétt utan vítateigs sem dæmdar voru á það sem virtust vera fremur litlar sakir. Guðmundur Benediktsson skoraði það fyrra með glæsilegu skoti og Baldur Aðalsteinsson það síðara, þar sem skotið fór af varnarveggi Víkinga og í markið. Svo virtist sem Víkingar væru enn að stilla upp varnarveggnum þegar Baldur lét skotið ríða af en dómarinn Sævar Jónsson, sem réð engan veginn við verkefnið í gær, lét markið standa. „Þetta var vond dómgæsla,“ sagði Grétar Sigfinnur Sigurðarson, varnarmaður Víkinga, eftir leikinn. Hann bætti þó við að Valsmenn hefðu átt sigurinn fyllilega skilinn. „Þeir keyra yfir okkur í síðari hálfleik, enda með klassalið sem á fyllilega skilið að vera í toppslagnum. Við áttum ekki möguleika í síðari hálfleik.“ Þremur mörkum yfir gegn vængbrotnum Víkingum spiluðu Valsmenn af miklu sjálfsöryggi í síðari hálfleik og bættu Dennis Bo Mortensen og Pálmi Rafn við auðveldum mörkum í síðari hálfleik. Víkingar reyndu hvað þeir gátu og uppskáru eitt mark en um leið voru þeir stálheppnir að fá ekki á sig mun fleiri mörk. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Valsmenn hanga ennþá í skottinu á Íslandsmeisturum FH. Líkurnar á að innbyrðis viðureign liðanna í 17. umferð deildarinnar muni ráða úrslitum hafa því aukist enn frekar og fari svo að Valsmenn vinni þann leik er allt eins líklegt að markatalan muni hafa allt að segja. Þar standa þeir rauðklæddu betur eftir stórsigurinn í gær, með 18 mörk í plús gegn 17 mörkum FH. „Við erum ekkert að hugsa um markatöluna en það kom aldrei neitt annað til greina en að halda áfram að sækja í síðari hálfleik. Mér fannst við spila frábærlega og mörkin hefðu getað verið fleiri. Það er bullandi sjálfstraust í liðinu um þessar mundir og við ætlum að láta FH-inga hafa fyrir hlutunum allt til enda,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason í leikslok, en hann átti mjög góðan leik miðju Vals. Heimamenn í Víkingi byrjuðu leikinn í gær reyndar mun betur og höfðu yfirhöndina framan af. Valsmenn voru í raun langt frá sínu besta fyrsta hálftímann og ekki bætti úr skák að markahrókurinn Helgi Sigurðsson þurfti af fara af velli vegna meiðsla eftir tæplega 20 mínútur. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins sem gestirnir komust yfir með skallamarki Gunnars Einarssonar. Markið reyndist mikið áfall fyrir Víkinga og má segja að þeir hafi algjörlega brotnað niður við mótlætið. Valsmenn bættu við tveimur mörkum fyrir hálfleik, bæði úr aukaspyrnum rétt utan vítateigs sem dæmdar voru á það sem virtust vera fremur litlar sakir. Guðmundur Benediktsson skoraði það fyrra með glæsilegu skoti og Baldur Aðalsteinsson það síðara, þar sem skotið fór af varnarveggi Víkinga og í markið. Svo virtist sem Víkingar væru enn að stilla upp varnarveggnum þegar Baldur lét skotið ríða af en dómarinn Sævar Jónsson, sem réð engan veginn við verkefnið í gær, lét markið standa. „Þetta var vond dómgæsla,“ sagði Grétar Sigfinnur Sigurðarson, varnarmaður Víkinga, eftir leikinn. Hann bætti þó við að Valsmenn hefðu átt sigurinn fyllilega skilinn. „Þeir keyra yfir okkur í síðari hálfleik, enda með klassalið sem á fyllilega skilið að vera í toppslagnum. Við áttum ekki möguleika í síðari hálfleik.“ Þremur mörkum yfir gegn vængbrotnum Víkingum spiluðu Valsmenn af miklu sjálfsöryggi í síðari hálfleik og bættu Dennis Bo Mortensen og Pálmi Rafn við auðveldum mörkum í síðari hálfleik. Víkingar reyndu hvað þeir gátu og uppskáru eitt mark en um leið voru þeir stálheppnir að fá ekki á sig mun fleiri mörk.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira