Byrgjum brunninn 1. september 2007 06:00 Brot gegn atvinnulögum og mannréttindum erlendra starfsmanna eru daglegt brauð hér á landi, eins og nýlegt mál verktakafyrirtækisins Arnarfells sýnir. Það hefði ekki átt að koma neinum á óvart að slíkt tíðkist á Íslandi. Það er gott að atvinnurekendum séu sendar viðvaranir vegna slíkra brota, en það er ekki nóg. Markmiðið ætti að vera að slíkt eigi sér ekki stað yfirleitt. Til þess eru ýmis ráð. Í fyrsta lagi þarf að veita einstaklingum atvinnuleyfi en ekki atvinnurekendum. Eins og málum er nú háttað er einstaklingurinn bundinn við þennan eina vinnustað. Vilji hann skipta um vinnu þarf hann að sækja um aftur. Þetta ferli er bæði ósveigjanlegt og erfitt. Ætti ekki frekar að veita erlendum starfsmönnum frelsi til að vinna þar sem þeirra er þörf og þar sem þeir vilja sjálfir starfa? Atvinnurekendur sem fara illa með starfsfólk ættu þá á hættu að missa starfskrafta, en hinir sem virða réttindi starfsfólks laða til sín góðan mannskap. Auk þess myndi slíkt fyrirkomulag gera atvinnumarkaðinn sveigjanlegri og bæta efnahag þjóðarinnar. Í öðru lagi vantar mikið upp á að þeir sem hingað koma fái fræðslu um atvinnuréttindi sín. ASÍ hefur nú þegar þýtt atvinnuréttindi erlendra starfsmanna yfir á tæp 20 tungumál. Þegar einstaklingur sækir um atvinnuleyfi hér á landi er bráðnauðsynlegt að hann fái þessar upplýsingar á móðurmáli sínu. Það er líka brýnt að kjarasamningur hans sé þýddur. Þannig mætti koma í veg fyrir að brotið sé á ýmsum réttindum, t.d. með því að bjóða erlendum starfsmönnum lægri laun en Íslendingur myndi fá. Í þriðja lagi er ekki nóg að efla eftirlit með atvinnurekendum. Það þarf líka að refsa þeim sem brjóta lögin, jafnvel loka fyrirtækjunum ef brotin eru alvarleg. Sérstaklega þarf að skoða fyrirtæki sem nota starfsmannaleigur sem eru alræmdar fyrir mannréttindabrot til að ná í erlent starfsfólk Þess vegna hefði verið skynsamlegra að opna Ísland fyrir Búlgörum og Rúmenum, sem nú hafa fengið aðild að ESB, frekar en að þeir komi hingað í gegnum þjónustusamninga og starfsmannaleigur. Félagsmálaráðherra var á öðru máli í vor. Nú sjáum við árangurinn af þeirri stefnu í fjölmiðlum. Höfundur er fyrsti varaþingmaður Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Brot gegn atvinnulögum og mannréttindum erlendra starfsmanna eru daglegt brauð hér á landi, eins og nýlegt mál verktakafyrirtækisins Arnarfells sýnir. Það hefði ekki átt að koma neinum á óvart að slíkt tíðkist á Íslandi. Það er gott að atvinnurekendum séu sendar viðvaranir vegna slíkra brota, en það er ekki nóg. Markmiðið ætti að vera að slíkt eigi sér ekki stað yfirleitt. Til þess eru ýmis ráð. Í fyrsta lagi þarf að veita einstaklingum atvinnuleyfi en ekki atvinnurekendum. Eins og málum er nú háttað er einstaklingurinn bundinn við þennan eina vinnustað. Vilji hann skipta um vinnu þarf hann að sækja um aftur. Þetta ferli er bæði ósveigjanlegt og erfitt. Ætti ekki frekar að veita erlendum starfsmönnum frelsi til að vinna þar sem þeirra er þörf og þar sem þeir vilja sjálfir starfa? Atvinnurekendur sem fara illa með starfsfólk ættu þá á hættu að missa starfskrafta, en hinir sem virða réttindi starfsfólks laða til sín góðan mannskap. Auk þess myndi slíkt fyrirkomulag gera atvinnumarkaðinn sveigjanlegri og bæta efnahag þjóðarinnar. Í öðru lagi vantar mikið upp á að þeir sem hingað koma fái fræðslu um atvinnuréttindi sín. ASÍ hefur nú þegar þýtt atvinnuréttindi erlendra starfsmanna yfir á tæp 20 tungumál. Þegar einstaklingur sækir um atvinnuleyfi hér á landi er bráðnauðsynlegt að hann fái þessar upplýsingar á móðurmáli sínu. Það er líka brýnt að kjarasamningur hans sé þýddur. Þannig mætti koma í veg fyrir að brotið sé á ýmsum réttindum, t.d. með því að bjóða erlendum starfsmönnum lægri laun en Íslendingur myndi fá. Í þriðja lagi er ekki nóg að efla eftirlit með atvinnurekendum. Það þarf líka að refsa þeim sem brjóta lögin, jafnvel loka fyrirtækjunum ef brotin eru alvarleg. Sérstaklega þarf að skoða fyrirtæki sem nota starfsmannaleigur sem eru alræmdar fyrir mannréttindabrot til að ná í erlent starfsfólk Þess vegna hefði verið skynsamlegra að opna Ísland fyrir Búlgörum og Rúmenum, sem nú hafa fengið aðild að ESB, frekar en að þeir komi hingað í gegnum þjónustusamninga og starfsmannaleigur. Félagsmálaráðherra var á öðru máli í vor. Nú sjáum við árangurinn af þeirri stefnu í fjölmiðlum. Höfundur er fyrsti varaþingmaður Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun