Lífið

Veggspjald Veðramóta bannað í MR

Yngvi Pétursson, rektor MR, segir að reglurnar séu skýrar. „Hér má ekki hengja upp neinar auglýsingar þar sem auglýst er áfengi eða tóbak.“
Yngvi Pétursson, rektor MR, segir að reglurnar séu skýrar. „Hér má ekki hengja upp neinar auglýsingar þar sem auglýst er áfengi eða tóbak.“

„Við vorum að keyra út plakatið fyrir kvikmyndina Veðramót og höfðum farið í flestalla framhaldsskóla höfuðborgarsvæðisins,“ segir Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA.

„En þegar við komum í MR var okkur meinað að setja plakatið upp sökum þess að á því sést stúlka vera að reykja. Við buðumst til þess að líma yfir sígarettuna en allt kom fyrir ekki, þetta mátti ekki út af sígarettunni,“ segir Halldór sem er sonur Guðnýjar Halldórsdóttur, leikstjóra myndarinnar.

Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, segir að reglur um þessi mál séu skýrar og að þeim sé hiklaust framfylgt. „Hér má ekki hengja upp neinar auglýsingar þar sem auglýst er áfengi eða tóbak,” segir hann og tekur fram að það gildi einu hvort um sé að ræða beinar eða óbeinar auglýsingar.



 

Dóri dna

„Við förum enda eftir gildandi reglugerð sem segir að reykingar séu bannaðar í og við skólann. Þessu fylgjum við stíft eftir.“ Yngvi segir þetta ekki vera í fyrsta skipti sem aðila sé neitað um að hengja upp veggspjald á þessum forsendum.

„Auglýsingar og annað verða náttúrulega að vera samkvæmt reglum skólans.” Hann segist ekki hafa skýringar á því hvers vegna Menntaskólinn í Reykjavík hafi verið eini skólinn sem meinaði Dóra að hengja spjaldið upp. „Nú veit ég ekki hvernig þetta hefur verið útfært annars staðar. Hugsanlega hefur þetta bara verið hengt beint upp og enginn spurður um leyfi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.