Grænt frímerki á válista 1. september 2007 06:00 Það vill einhver byggja á græna útivistarsvæðinu í hverfinu mínu! Þetta er sneið af þeim 15% svæðisins sem eftir eru utan girðinga, hafa ekki verið lögð undir malbikuð bílastæði eða múruð undir steinsteypu. Þetta er sneið af því litla rými sem er eftir sem ég þarf ekki borga mig inn á eða ganga í klúbb til að mega vera þar. Af hverju má ekkert vera í friði? Hví verður að leggja allt undir sig með arðsemisframkvæmdum þróunarhyggju nútíma steinaldarhugsunar? Ég kalla það steinaldarhugsun að geta ekki séð auðan blett án þess að byrja strax í huganum að hræra steypu og reisa grjótveggi. Það hefur ekki farið hátt um væntanleg byggingaráform í austurhluta Laugardals. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi fyrir svæði IV sem nú liggur fyrir hjá skipulags- og byggingasviði Reykjavíkurborgar til að ráðstafa grænu útivistarsvæði undir fjölbýlishús. Íbúasamtök Laugardals hafa andmælt þessum áformum kröftuglega frá fyrsta degi eftir viðurkenndum leiðum stjórnsýslunnar. Tillagan sem nú liggur fyrir er sú síðari af tveimur. Hinni fyrri hafnaði skipulagsráð í kjölfar fjölda mótmæla íbúa og stofnana í grenndinni. Á sama fundi var lögð fram önnur tillaga þar sem byggingamagnið var minnkað um helming og staðsetningu hliðrað um nokkra tugi metra. Hátt á annað hundrað andmæli bárust gegn síðari tillögunni og fékkst athugasemdafresti hennar seinkað til 30. ágúst. Það er því engin ástæða til að ætla að seinni tillagan sé íbúum við Laugardal frekar að skapi. Borgarfulltrúi nokkur fullyrti á bloggi sínu að seinni tillagan væri dæmi um virkt samráð borgaryfirvalda og borgarbúa og óskaði Íbúasamtökunum til hamingju. Það er þó engu að fagna því samráð var ekkert. Seinni tillagan var lögð fram á sama fundi skipulagsráðs og þeirri fyrri var hafnað. Hún var því til frá upphafi, tilbúin til matreiðslu og borin fram á opinberum vettvangi með samráðssósu yfirklórs. Hún var aldrei kynnt né rædd við Íbúasamtökin. Embættismenn borgarinnar sögðu ekki frá því að hún væri þegar til á kynningarfundi um fyrri tillöguna sem borgaryfirvöld efndu til í sumarbyrjun. Umsækjendur umræddra framkvæmda létu heldur ekki uppi um áform sín. Á þeim fundi kom skýrt fram einörð afstaða íbúa við Laugardal að þeir vilja ekki meiri mannvirkjagerð í Laugardal. Það gildir einu hver notkunin á að vera. Stærð og umfang gildir einu. Íbúar vilja ekki meira. Þeir vilja útivistarsvæði þar sem manneskjur geta leikið sér með flugdreka, æft golfsveiflu og flugukast eða bara sest í grasið og verið til. Manneskjur þurfa andrými í borgarumhverfi, græna náttúru til að efla heilbrigði og vellíðan. Ef byggt er á grænum svæðum þá einfaldlega hverfa þau og hinn raunverulegi ábati grænna skrefa Reykjavíkurborgar er fyrir bí. Það er eftirtektarvert að í skipulagi nýrra hverfa sem nú eru í bígerð er ekki frátekið rými fyrir borgargarða til almennrar útivistar. Þess vegna verða svona lítil græn frímerki sem eftir standa enn mikilvægari og dýrmætari. Áskorunin er þessi: Byggjum í grennd við græn svæði en ekki á þeim. Höfundur er íbúi við Laugardal í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það vill einhver byggja á græna útivistarsvæðinu í hverfinu mínu! Þetta er sneið af þeim 15% svæðisins sem eftir eru utan girðinga, hafa ekki verið lögð undir malbikuð bílastæði eða múruð undir steinsteypu. Þetta er sneið af því litla rými sem er eftir sem ég þarf ekki borga mig inn á eða ganga í klúbb til að mega vera þar. Af hverju má ekkert vera í friði? Hví verður að leggja allt undir sig með arðsemisframkvæmdum þróunarhyggju nútíma steinaldarhugsunar? Ég kalla það steinaldarhugsun að geta ekki séð auðan blett án þess að byrja strax í huganum að hræra steypu og reisa grjótveggi. Það hefur ekki farið hátt um væntanleg byggingaráform í austurhluta Laugardals. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi fyrir svæði IV sem nú liggur fyrir hjá skipulags- og byggingasviði Reykjavíkurborgar til að ráðstafa grænu útivistarsvæði undir fjölbýlishús. Íbúasamtök Laugardals hafa andmælt þessum áformum kröftuglega frá fyrsta degi eftir viðurkenndum leiðum stjórnsýslunnar. Tillagan sem nú liggur fyrir er sú síðari af tveimur. Hinni fyrri hafnaði skipulagsráð í kjölfar fjölda mótmæla íbúa og stofnana í grenndinni. Á sama fundi var lögð fram önnur tillaga þar sem byggingamagnið var minnkað um helming og staðsetningu hliðrað um nokkra tugi metra. Hátt á annað hundrað andmæli bárust gegn síðari tillögunni og fékkst athugasemdafresti hennar seinkað til 30. ágúst. Það er því engin ástæða til að ætla að seinni tillagan sé íbúum við Laugardal frekar að skapi. Borgarfulltrúi nokkur fullyrti á bloggi sínu að seinni tillagan væri dæmi um virkt samráð borgaryfirvalda og borgarbúa og óskaði Íbúasamtökunum til hamingju. Það er þó engu að fagna því samráð var ekkert. Seinni tillagan var lögð fram á sama fundi skipulagsráðs og þeirri fyrri var hafnað. Hún var því til frá upphafi, tilbúin til matreiðslu og borin fram á opinberum vettvangi með samráðssósu yfirklórs. Hún var aldrei kynnt né rædd við Íbúasamtökin. Embættismenn borgarinnar sögðu ekki frá því að hún væri þegar til á kynningarfundi um fyrri tillöguna sem borgaryfirvöld efndu til í sumarbyrjun. Umsækjendur umræddra framkvæmda létu heldur ekki uppi um áform sín. Á þeim fundi kom skýrt fram einörð afstaða íbúa við Laugardal að þeir vilja ekki meiri mannvirkjagerð í Laugardal. Það gildir einu hver notkunin á að vera. Stærð og umfang gildir einu. Íbúar vilja ekki meira. Þeir vilja útivistarsvæði þar sem manneskjur geta leikið sér með flugdreka, æft golfsveiflu og flugukast eða bara sest í grasið og verið til. Manneskjur þurfa andrými í borgarumhverfi, græna náttúru til að efla heilbrigði og vellíðan. Ef byggt er á grænum svæðum þá einfaldlega hverfa þau og hinn raunverulegi ábati grænna skrefa Reykjavíkurborgar er fyrir bí. Það er eftirtektarvert að í skipulagi nýrra hverfa sem nú eru í bígerð er ekki frátekið rými fyrir borgargarða til almennrar útivistar. Þess vegna verða svona lítil græn frímerki sem eftir standa enn mikilvægari og dýrmætari. Áskorunin er þessi: Byggjum í grennd við græn svæði en ekki á þeim. Höfundur er íbúi við Laugardal í Reykjavík.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun