Grænt frímerki á válista 1. september 2007 06:00 Það vill einhver byggja á græna útivistarsvæðinu í hverfinu mínu! Þetta er sneið af þeim 15% svæðisins sem eftir eru utan girðinga, hafa ekki verið lögð undir malbikuð bílastæði eða múruð undir steinsteypu. Þetta er sneið af því litla rými sem er eftir sem ég þarf ekki borga mig inn á eða ganga í klúbb til að mega vera þar. Af hverju má ekkert vera í friði? Hví verður að leggja allt undir sig með arðsemisframkvæmdum þróunarhyggju nútíma steinaldarhugsunar? Ég kalla það steinaldarhugsun að geta ekki séð auðan blett án þess að byrja strax í huganum að hræra steypu og reisa grjótveggi. Það hefur ekki farið hátt um væntanleg byggingaráform í austurhluta Laugardals. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi fyrir svæði IV sem nú liggur fyrir hjá skipulags- og byggingasviði Reykjavíkurborgar til að ráðstafa grænu útivistarsvæði undir fjölbýlishús. Íbúasamtök Laugardals hafa andmælt þessum áformum kröftuglega frá fyrsta degi eftir viðurkenndum leiðum stjórnsýslunnar. Tillagan sem nú liggur fyrir er sú síðari af tveimur. Hinni fyrri hafnaði skipulagsráð í kjölfar fjölda mótmæla íbúa og stofnana í grenndinni. Á sama fundi var lögð fram önnur tillaga þar sem byggingamagnið var minnkað um helming og staðsetningu hliðrað um nokkra tugi metra. Hátt á annað hundrað andmæli bárust gegn síðari tillögunni og fékkst athugasemdafresti hennar seinkað til 30. ágúst. Það er því engin ástæða til að ætla að seinni tillagan sé íbúum við Laugardal frekar að skapi. Borgarfulltrúi nokkur fullyrti á bloggi sínu að seinni tillagan væri dæmi um virkt samráð borgaryfirvalda og borgarbúa og óskaði Íbúasamtökunum til hamingju. Það er þó engu að fagna því samráð var ekkert. Seinni tillagan var lögð fram á sama fundi skipulagsráðs og þeirri fyrri var hafnað. Hún var því til frá upphafi, tilbúin til matreiðslu og borin fram á opinberum vettvangi með samráðssósu yfirklórs. Hún var aldrei kynnt né rædd við Íbúasamtökin. Embættismenn borgarinnar sögðu ekki frá því að hún væri þegar til á kynningarfundi um fyrri tillöguna sem borgaryfirvöld efndu til í sumarbyrjun. Umsækjendur umræddra framkvæmda létu heldur ekki uppi um áform sín. Á þeim fundi kom skýrt fram einörð afstaða íbúa við Laugardal að þeir vilja ekki meiri mannvirkjagerð í Laugardal. Það gildir einu hver notkunin á að vera. Stærð og umfang gildir einu. Íbúar vilja ekki meira. Þeir vilja útivistarsvæði þar sem manneskjur geta leikið sér með flugdreka, æft golfsveiflu og flugukast eða bara sest í grasið og verið til. Manneskjur þurfa andrými í borgarumhverfi, græna náttúru til að efla heilbrigði og vellíðan. Ef byggt er á grænum svæðum þá einfaldlega hverfa þau og hinn raunverulegi ábati grænna skrefa Reykjavíkurborgar er fyrir bí. Það er eftirtektarvert að í skipulagi nýrra hverfa sem nú eru í bígerð er ekki frátekið rými fyrir borgargarða til almennrar útivistar. Þess vegna verða svona lítil græn frímerki sem eftir standa enn mikilvægari og dýrmætari. Áskorunin er þessi: Byggjum í grennd við græn svæði en ekki á þeim. Höfundur er íbúi við Laugardal í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Það vill einhver byggja á græna útivistarsvæðinu í hverfinu mínu! Þetta er sneið af þeim 15% svæðisins sem eftir eru utan girðinga, hafa ekki verið lögð undir malbikuð bílastæði eða múruð undir steinsteypu. Þetta er sneið af því litla rými sem er eftir sem ég þarf ekki borga mig inn á eða ganga í klúbb til að mega vera þar. Af hverju má ekkert vera í friði? Hví verður að leggja allt undir sig með arðsemisframkvæmdum þróunarhyggju nútíma steinaldarhugsunar? Ég kalla það steinaldarhugsun að geta ekki séð auðan blett án þess að byrja strax í huganum að hræra steypu og reisa grjótveggi. Það hefur ekki farið hátt um væntanleg byggingaráform í austurhluta Laugardals. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi fyrir svæði IV sem nú liggur fyrir hjá skipulags- og byggingasviði Reykjavíkurborgar til að ráðstafa grænu útivistarsvæði undir fjölbýlishús. Íbúasamtök Laugardals hafa andmælt þessum áformum kröftuglega frá fyrsta degi eftir viðurkenndum leiðum stjórnsýslunnar. Tillagan sem nú liggur fyrir er sú síðari af tveimur. Hinni fyrri hafnaði skipulagsráð í kjölfar fjölda mótmæla íbúa og stofnana í grenndinni. Á sama fundi var lögð fram önnur tillaga þar sem byggingamagnið var minnkað um helming og staðsetningu hliðrað um nokkra tugi metra. Hátt á annað hundrað andmæli bárust gegn síðari tillögunni og fékkst athugasemdafresti hennar seinkað til 30. ágúst. Það er því engin ástæða til að ætla að seinni tillagan sé íbúum við Laugardal frekar að skapi. Borgarfulltrúi nokkur fullyrti á bloggi sínu að seinni tillagan væri dæmi um virkt samráð borgaryfirvalda og borgarbúa og óskaði Íbúasamtökunum til hamingju. Það er þó engu að fagna því samráð var ekkert. Seinni tillagan var lögð fram á sama fundi skipulagsráðs og þeirri fyrri var hafnað. Hún var því til frá upphafi, tilbúin til matreiðslu og borin fram á opinberum vettvangi með samráðssósu yfirklórs. Hún var aldrei kynnt né rædd við Íbúasamtökin. Embættismenn borgarinnar sögðu ekki frá því að hún væri þegar til á kynningarfundi um fyrri tillöguna sem borgaryfirvöld efndu til í sumarbyrjun. Umsækjendur umræddra framkvæmda létu heldur ekki uppi um áform sín. Á þeim fundi kom skýrt fram einörð afstaða íbúa við Laugardal að þeir vilja ekki meiri mannvirkjagerð í Laugardal. Það gildir einu hver notkunin á að vera. Stærð og umfang gildir einu. Íbúar vilja ekki meira. Þeir vilja útivistarsvæði þar sem manneskjur geta leikið sér með flugdreka, æft golfsveiflu og flugukast eða bara sest í grasið og verið til. Manneskjur þurfa andrými í borgarumhverfi, græna náttúru til að efla heilbrigði og vellíðan. Ef byggt er á grænum svæðum þá einfaldlega hverfa þau og hinn raunverulegi ábati grænna skrefa Reykjavíkurborgar er fyrir bí. Það er eftirtektarvert að í skipulagi nýrra hverfa sem nú eru í bígerð er ekki frátekið rými fyrir borgargarða til almennrar útivistar. Þess vegna verða svona lítil græn frímerki sem eftir standa enn mikilvægari og dýrmætari. Áskorunin er þessi: Byggjum í grennd við græn svæði en ekki á þeim. Höfundur er íbúi við Laugardal í Reykjavík.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar