Mat á vatnsréttindum 29. ágúst 2007 06:00 Helsta gagnrýni á úrskurð matsnefndar um greiðslur til vatnsréttarhafa sem tengjast Kárahnjúkavirkjun hefur falist í eftirfarandi: Bæturnar sem matsnefndin ákvað séu of lágar. Landsvirkjun hafi átt að leggja til grundvallar hærra verð fyrir vatnsréttindin í kostnaðaráætlunum fyrir virkjunina og bjóða fram hærri greiðslur fyrir vatnsréttindin en raun varð á. Virði vatnsréttindanna sé ranglega metið út frá verði raforku til stóriðju því að hærra verð fengist ef þetta rafmagn væri selt á almennum markaði. Eðlilegt hafi verið að ganga frá samningum við vatnsréttareigendur fyrirfram.BótafjárhæðinLítum fyrst á upphæð bótanna og hvort Landsvirkjun hefði átt að ganga út frá hærra mati á vatnsréttindunum. Úrskurður matsnefndarinnar er um tvöfalt hærri en uppreiknaðar greiðslur fyrir vatnsréttindi eins og þau voru metin í Blöndu, sem er nærtækasti samanburðurinn í þessu efni. Það hefði verið afar óeðlilegt af hálfu Landsvirkjunar að styðjast í kostnaðarútreikningum og tilboðum til vatnsréttarhafa við annað en fordæmi frá Blönduvirkjun.Það er ekki fyrirtækisins að leggja fram hugmyndir um hvernig markaðsaðstæður og breyttir tímar hafi áhrif til hækkunar frá því sem áður gilti. Það var hlutverk matsnefndarinnar og hún gerði einmitt það í úrskurði sínum. Lætur nærri að mat hennar tvöfaldi uppreiknað virði vatnsréttindanna frá þessu fordæmi. Þetta er kjarni málsins þegar meta skal hvort greiðslurnar teljist háar eða lágar. Kröfur sumra vatnsréttarhafanna um að meta vatnsréttindin upp á 60 til 93 milljarða voru að líkindum settar fram í öðrum tilgangi en sem raunhæft mat á virði þeirra.Bætur miðast við stóriðjuverðÆtti eðlilegt verð fyrir vatnsréttindin að endurspegla mögulega sölu raforkunnar úr Kárahnjúkavirkjun á almennum markaði þar sem verð er hærra en til stóriðju? Því er til að svara að það er algerlega óraunhæft að virkja jökulsárnar norðan Vatnajökuls fyrir almennan markað. Ef virkjað yrði fyrir þann markað þyrfti að gera ráð fyrir því að aukning á almenna markaðnum leiddi til fullnýtingar á virkjuninni.Rafmagnsnotkun á almennum markaði eykst um 60 gígawattstundir á ári. Kárahnjúkavirkjun getur framleitt um 4.600 gígawattstundir á ári. Ef hún yrði notuð fyrir almennan markað tæki það 75-80 ár að fullnýta virkjunina og á meðan væri ekki pláss fyrir neina aðra nýja framleiðendur á markaði. Lengst af yrði virkjunin langt frá því að fullnýtast og safnaði þess vegna upp fjármagnskostnaði sem engar tekjur kæmu á móti. Þetta leiddi til hærra kostnaðarverðs á rafmagninu og vonlausrar samkeppnisstöðu. Þess vegna er óraunhæft að reikna greiðslur fyrir vatnsréttindi Kárahnjúkavirkjunar á sömu forsendum og fyrir t.d. nýja smávirkjun. Það er grunnur að hagkvæmri nýtingu stórra og meðalstórra virkjana á Íslandi að stór kaupandi að framleiðslunni fáist strax frá upphafi rekstrar.Samkomulag um málsmeðferðÁtti Landsvirkjun að semja fyrirfram um vatnréttindin? Staðreyndin er að vatnsréttarhafar og Landsvirkjun unnu að því í meira en tvö ár að komast að samkomulagi um þá málsmeðferð að matsnefnd úrskurði um greiðslur og að síðan geti menn leitað til dómstóla ef þeir eru óánægðir með niðurstöðuna. Þetta voru frjálsir samningar og sameiginleg niðurstaða málsaðila.Það eru nálægt 100 jarðir sem eiga vatnsréttindi sem tengjast Kárahnjúkavirkjun og eigendurnir eru mun fleiri en tala jarðanna. Það er alveg ljóst að samningar við hvern og einn um vatnsréttindin væru ómarkvissari og tækju mun lengri tíma en þau vinnubrögð sem viðhöfð voru. Við gerð kostnaðaráætlunar um virkjunina og samninga um raforkusöluna gerði Landsvirkjun ráð fyrir greiðslum fyrir vatnsréttindin í samræmi við uppreiknuð fordæmi. Þess var ennfremur gætt að borð væri fyrir báru hvað varðar arðsemi verkefnisins. Enda kemur á daginn að þótt greiðslur fyrir vatnsréttindin nemi um milljarði umfram það sem Landsvirkjun gerði ráð fyrir í útreikningum sínum, þá breytir hún ekki því að Kárahnjúkavirkjun stenst eftir sem áður þá arðsemiskröfu sem gerð var af eigendum fyrirtækisins.Kjarni málsinsÞegar allt er skoðað verður ekki annað séð en að bótafjárhæðin sem matsnefndin ákvað sé rífleg í ljósi fyrirliggjandi fordæma og að eðlilegt hafi verið að miða bæturnar við sölu raforkunnar til stóriðju sem er forsenda virkjunar ánna sem um ræðir. Loks liggur fyrir að allir aðilar féllust fyrirfram og í frjálsum samningum á að nota þá aðferð sem viðhöfð var.Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Helsta gagnrýni á úrskurð matsnefndar um greiðslur til vatnsréttarhafa sem tengjast Kárahnjúkavirkjun hefur falist í eftirfarandi: Bæturnar sem matsnefndin ákvað séu of lágar. Landsvirkjun hafi átt að leggja til grundvallar hærra verð fyrir vatnsréttindin í kostnaðaráætlunum fyrir virkjunina og bjóða fram hærri greiðslur fyrir vatnsréttindin en raun varð á. Virði vatnsréttindanna sé ranglega metið út frá verði raforku til stóriðju því að hærra verð fengist ef þetta rafmagn væri selt á almennum markaði. Eðlilegt hafi verið að ganga frá samningum við vatnsréttareigendur fyrirfram.BótafjárhæðinLítum fyrst á upphæð bótanna og hvort Landsvirkjun hefði átt að ganga út frá hærra mati á vatnsréttindunum. Úrskurður matsnefndarinnar er um tvöfalt hærri en uppreiknaðar greiðslur fyrir vatnsréttindi eins og þau voru metin í Blöndu, sem er nærtækasti samanburðurinn í þessu efni. Það hefði verið afar óeðlilegt af hálfu Landsvirkjunar að styðjast í kostnaðarútreikningum og tilboðum til vatnsréttarhafa við annað en fordæmi frá Blönduvirkjun.Það er ekki fyrirtækisins að leggja fram hugmyndir um hvernig markaðsaðstæður og breyttir tímar hafi áhrif til hækkunar frá því sem áður gilti. Það var hlutverk matsnefndarinnar og hún gerði einmitt það í úrskurði sínum. Lætur nærri að mat hennar tvöfaldi uppreiknað virði vatnsréttindanna frá þessu fordæmi. Þetta er kjarni málsins þegar meta skal hvort greiðslurnar teljist háar eða lágar. Kröfur sumra vatnsréttarhafanna um að meta vatnsréttindin upp á 60 til 93 milljarða voru að líkindum settar fram í öðrum tilgangi en sem raunhæft mat á virði þeirra.Bætur miðast við stóriðjuverðÆtti eðlilegt verð fyrir vatnsréttindin að endurspegla mögulega sölu raforkunnar úr Kárahnjúkavirkjun á almennum markaði þar sem verð er hærra en til stóriðju? Því er til að svara að það er algerlega óraunhæft að virkja jökulsárnar norðan Vatnajökuls fyrir almennan markað. Ef virkjað yrði fyrir þann markað þyrfti að gera ráð fyrir því að aukning á almenna markaðnum leiddi til fullnýtingar á virkjuninni.Rafmagnsnotkun á almennum markaði eykst um 60 gígawattstundir á ári. Kárahnjúkavirkjun getur framleitt um 4.600 gígawattstundir á ári. Ef hún yrði notuð fyrir almennan markað tæki það 75-80 ár að fullnýta virkjunina og á meðan væri ekki pláss fyrir neina aðra nýja framleiðendur á markaði. Lengst af yrði virkjunin langt frá því að fullnýtast og safnaði þess vegna upp fjármagnskostnaði sem engar tekjur kæmu á móti. Þetta leiddi til hærra kostnaðarverðs á rafmagninu og vonlausrar samkeppnisstöðu. Þess vegna er óraunhæft að reikna greiðslur fyrir vatnsréttindi Kárahnjúkavirkjunar á sömu forsendum og fyrir t.d. nýja smávirkjun. Það er grunnur að hagkvæmri nýtingu stórra og meðalstórra virkjana á Íslandi að stór kaupandi að framleiðslunni fáist strax frá upphafi rekstrar.Samkomulag um málsmeðferðÁtti Landsvirkjun að semja fyrirfram um vatnréttindin? Staðreyndin er að vatnsréttarhafar og Landsvirkjun unnu að því í meira en tvö ár að komast að samkomulagi um þá málsmeðferð að matsnefnd úrskurði um greiðslur og að síðan geti menn leitað til dómstóla ef þeir eru óánægðir með niðurstöðuna. Þetta voru frjálsir samningar og sameiginleg niðurstaða málsaðila.Það eru nálægt 100 jarðir sem eiga vatnsréttindi sem tengjast Kárahnjúkavirkjun og eigendurnir eru mun fleiri en tala jarðanna. Það er alveg ljóst að samningar við hvern og einn um vatnsréttindin væru ómarkvissari og tækju mun lengri tíma en þau vinnubrögð sem viðhöfð voru. Við gerð kostnaðaráætlunar um virkjunina og samninga um raforkusöluna gerði Landsvirkjun ráð fyrir greiðslum fyrir vatnsréttindin í samræmi við uppreiknuð fordæmi. Þess var ennfremur gætt að borð væri fyrir báru hvað varðar arðsemi verkefnisins. Enda kemur á daginn að þótt greiðslur fyrir vatnsréttindin nemi um milljarði umfram það sem Landsvirkjun gerði ráð fyrir í útreikningum sínum, þá breytir hún ekki því að Kárahnjúkavirkjun stenst eftir sem áður þá arðsemiskröfu sem gerð var af eigendum fyrirtækisins.Kjarni málsinsÞegar allt er skoðað verður ekki annað séð en að bótafjárhæðin sem matsnefndin ákvað sé rífleg í ljósi fyrirliggjandi fordæma og að eðlilegt hafi verið að miða bæturnar við sölu raforkunnar til stóriðju sem er forsenda virkjunar ánna sem um ræðir. Loks liggur fyrir að allir aðilar féllust fyrirfram og í frjálsum samningum á að nota þá aðferð sem viðhöfð var.Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar