Hvað er að gerast í Palestínu? 29. ágúst 2007 06:00 Langvarandi neyð Palestínumanna er vel þekkt en undanfarna mánuði hefur ástandið versnað og er áætlað að meirihluti Palestínumanna þurfi neyðaraðstoð. Á Vesturbakkanum hefur lífskjörum manna hrakað með efnahagslegum refsiaðgerðum Ísraelsmanna. Tilkoma múrsins og hundruða eftirlitsstöðva hafa gert fólki nær ómögulegt að starfa, leita sér þjónustu s.s. heilsugæslu eða sækja nám. Atvinnuleysi er þess vegna orðið allt að 70% og hefur fólk nánast enga möguleika á að afla sér annarra tekna. Um 20% Palestínumanna töldust undir fátæktarmörkum árið 1998, en nú, árið 2007, hefur þeim fjölgað í 78%. Manneskjur búa við lífskjör sem ekki eru mannsæmandi og margir hafa misst von um það að umheimurinn viðurkenni neyð þeirra og komi þeim til hjálpar. Hjálparstarfi kirkjunnar hefur borist neyðarbeiðni frá ACT/Alþjóðaneyðarhjálp kirkna, vegna aðstæðna íbúa Palestínu. Til þess að mæta þessari þörf hefur Hjálparstarfið óskað eftir 15 milljóna króna stuðningi utanríkisráðuneytisins til þess að fjármagna þessa beiðni. ACT leggur áherslu á að gefa verst settu fjölskyldunum á Vesturbakkanum og Gaza mataraðstoð og mikil áhersla verður lögð á að styrkja heilbrigðisþjónustu á þessum svæðum. ACT ætlar að sinna heilsugæslu fyrir meira en 2.300 konur og börn á mánuði. Greiða á læknis- og lyfjakostnað fyrir 500 langtímasjúklinga. Í þeim hópi eru börn, konur og karlar sem þjást af öllu frá sykursýki til krabbameins og nú fá ekki lífsnauðsynlega þjónustu. Hjálparstarf kirkjunnar álítur það skyldu sína að bregðast við neyð, að sýna náunganum kærleika hvar sem hann er staddur. Það felst ekki í okkar hlutverki né í okkar getu að hafa áhrif á deilur stjórnmálamanna. Við gefum hungruðum mat og þyrstum vatn. En að auki getum við Íslendingar með okkar stuðningi gefið íbúum Palestínu von um að þeir séu ekki einir, að við sjáum og viðurkennum neyð þeirra. Við gerum það með því að bregðast við neyðarbeiðni þeirra og koma þeim til hjálpar. Höfundur er verkefnastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Langvarandi neyð Palestínumanna er vel þekkt en undanfarna mánuði hefur ástandið versnað og er áætlað að meirihluti Palestínumanna þurfi neyðaraðstoð. Á Vesturbakkanum hefur lífskjörum manna hrakað með efnahagslegum refsiaðgerðum Ísraelsmanna. Tilkoma múrsins og hundruða eftirlitsstöðva hafa gert fólki nær ómögulegt að starfa, leita sér þjónustu s.s. heilsugæslu eða sækja nám. Atvinnuleysi er þess vegna orðið allt að 70% og hefur fólk nánast enga möguleika á að afla sér annarra tekna. Um 20% Palestínumanna töldust undir fátæktarmörkum árið 1998, en nú, árið 2007, hefur þeim fjölgað í 78%. Manneskjur búa við lífskjör sem ekki eru mannsæmandi og margir hafa misst von um það að umheimurinn viðurkenni neyð þeirra og komi þeim til hjálpar. Hjálparstarfi kirkjunnar hefur borist neyðarbeiðni frá ACT/Alþjóðaneyðarhjálp kirkna, vegna aðstæðna íbúa Palestínu. Til þess að mæta þessari þörf hefur Hjálparstarfið óskað eftir 15 milljóna króna stuðningi utanríkisráðuneytisins til þess að fjármagna þessa beiðni. ACT leggur áherslu á að gefa verst settu fjölskyldunum á Vesturbakkanum og Gaza mataraðstoð og mikil áhersla verður lögð á að styrkja heilbrigðisþjónustu á þessum svæðum. ACT ætlar að sinna heilsugæslu fyrir meira en 2.300 konur og börn á mánuði. Greiða á læknis- og lyfjakostnað fyrir 500 langtímasjúklinga. Í þeim hópi eru börn, konur og karlar sem þjást af öllu frá sykursýki til krabbameins og nú fá ekki lífsnauðsynlega þjónustu. Hjálparstarf kirkjunnar álítur það skyldu sína að bregðast við neyð, að sýna náunganum kærleika hvar sem hann er staddur. Það felst ekki í okkar hlutverki né í okkar getu að hafa áhrif á deilur stjórnmálamanna. Við gefum hungruðum mat og þyrstum vatn. En að auki getum við Íslendingar með okkar stuðningi gefið íbúum Palestínu von um að þeir séu ekki einir, að við sjáum og viðurkennum neyð þeirra. Við gerum það með því að bregðast við neyðarbeiðni þeirra og koma þeim til hjálpar. Höfundur er verkefnastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar