Fram er ekki versta liðið í deildinni 18. ágúst 2007 09:00 Alexander Steen er ekki nema 168 sentímetrar á hæð en gefur samt ekki tommu eftir í baráttunni á miðjunni. MYND/Hörður „Þetta var mjög undarlegur leikur, eins og svo oft áður hjá okkur í sumar. Mér fannst við betri aðilinn lengst af en síðan missum við einbeitinguna og fáum á okkur mörk sem kostar stig. Það er alltaf sama sagan," segir Alexander Steen, besti leikmaður 13. umferðar Landsbankadeildarinnar að mati Fréttablaðsins. „Það er svolítið súrsæt tilfinning sem fylgir því að ná stigi gegn toppliðinu og Íslandsmeisturunum á þeirra heimavelli en falla samt sem áður í botnsætið," bætti hinn 22 ára gamli Svíi við. Steen er vel að nafnbótinni kominn enda átti hann einnig skruggugóðan leik gegn FH í fyrri umferð tímabilsins og var þar einnig valinn maður leiksins. Þá hefur Steen auk þess verið, að öðrum ólöstuðum, jafnbesti leikmaður Fram á tímabilinu. „Það virðist henta mér ágætlega að spila á móti FH og ég fékk að spila þarna í minni uppáhaldsstöðu," segir Steen og við það frjálsa hlutverk sem hann hefur fengið á miðju Fram í síðustu leikjum. Ólafur Þórðarson, þjálfari Fram, hefur prófað Steen í nánast allar stöður á fremri helmingi vallarins en sjálfur segist leikmaðurinn njóta sín best á miðjunni. „Íslenski boltinn er þannig að spilið fer að miklu leyti upp miðjuna. Þegar ég var á kantinum fannst mér ég sjaldan fá boltann og mér líður betur með boltann við tærnar." Steen var á mála hjá Öster og Trelleborg í heimalandi sínu áður en hann gekk í raðir Fram í vor. Hann var kominn út í kuldann hjá liðinum þegar haft var samband við hann og honum boðið að kíkja á aðstæður hjá liði á Íslandi. „Ég er nokkuð ævintýragjarn að eðlisfari og hafði ekkert á móti því að heimsækja Ísland og búa þar í nokkra mánuði," segir Steen og bætir við að dvöl sín hér hafi ekki valdið sér vonbrigðum. „Reykjavík er nokkuð klassísk norræn borg svo að ég geri nokkuð að því að keyra út í sveit og skoða þessa einstöku náttúru sem er að finna hér á landi," segir Steen. „Ég verð samt að viðurkenna að ég hlakka til að fara heim aftur í október. Kærastan mín er þar og húsið mitt er þar og svo geng ég í fasteignaskóla yfir veturinn. En svo getur vel verið að maður komi aftur næsta vor," segir Steen, en hann hefur nú þegar átt fund með forráðamönnum Safamýrarliðsins um framhaldið. „Ég er alveg opinn fyrir því að spila áfram fyrir liðið en fyrst vill ég einbeita mér að því að hjálpa liðinu að halda sætinu í efstu deild. Taflan lýgur vissulega ekki en ég held að ég geti sagt í fullri hreinskilni að við erum ekki með versta liðið í deildinni. Þess vegna hef ég fulla trú á að hlutirnir fari að falla með okkur í síðustu leikjunum." Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
„Þetta var mjög undarlegur leikur, eins og svo oft áður hjá okkur í sumar. Mér fannst við betri aðilinn lengst af en síðan missum við einbeitinguna og fáum á okkur mörk sem kostar stig. Það er alltaf sama sagan," segir Alexander Steen, besti leikmaður 13. umferðar Landsbankadeildarinnar að mati Fréttablaðsins. „Það er svolítið súrsæt tilfinning sem fylgir því að ná stigi gegn toppliðinu og Íslandsmeisturunum á þeirra heimavelli en falla samt sem áður í botnsætið," bætti hinn 22 ára gamli Svíi við. Steen er vel að nafnbótinni kominn enda átti hann einnig skruggugóðan leik gegn FH í fyrri umferð tímabilsins og var þar einnig valinn maður leiksins. Þá hefur Steen auk þess verið, að öðrum ólöstuðum, jafnbesti leikmaður Fram á tímabilinu. „Það virðist henta mér ágætlega að spila á móti FH og ég fékk að spila þarna í minni uppáhaldsstöðu," segir Steen og við það frjálsa hlutverk sem hann hefur fengið á miðju Fram í síðustu leikjum. Ólafur Þórðarson, þjálfari Fram, hefur prófað Steen í nánast allar stöður á fremri helmingi vallarins en sjálfur segist leikmaðurinn njóta sín best á miðjunni. „Íslenski boltinn er þannig að spilið fer að miklu leyti upp miðjuna. Þegar ég var á kantinum fannst mér ég sjaldan fá boltann og mér líður betur með boltann við tærnar." Steen var á mála hjá Öster og Trelleborg í heimalandi sínu áður en hann gekk í raðir Fram í vor. Hann var kominn út í kuldann hjá liðinum þegar haft var samband við hann og honum boðið að kíkja á aðstæður hjá liði á Íslandi. „Ég er nokkuð ævintýragjarn að eðlisfari og hafði ekkert á móti því að heimsækja Ísland og búa þar í nokkra mánuði," segir Steen og bætir við að dvöl sín hér hafi ekki valdið sér vonbrigðum. „Reykjavík er nokkuð klassísk norræn borg svo að ég geri nokkuð að því að keyra út í sveit og skoða þessa einstöku náttúru sem er að finna hér á landi," segir Steen. „Ég verð samt að viðurkenna að ég hlakka til að fara heim aftur í október. Kærastan mín er þar og húsið mitt er þar og svo geng ég í fasteignaskóla yfir veturinn. En svo getur vel verið að maður komi aftur næsta vor," segir Steen, en hann hefur nú þegar átt fund með forráðamönnum Safamýrarliðsins um framhaldið. „Ég er alveg opinn fyrir því að spila áfram fyrir liðið en fyrst vill ég einbeita mér að því að hjálpa liðinu að halda sætinu í efstu deild. Taflan lýgur vissulega ekki en ég held að ég geti sagt í fullri hreinskilni að við erum ekki með versta liðið í deildinni. Þess vegna hef ég fulla trú á að hlutirnir fari að falla með okkur í síðustu leikjunum."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira