Lífið

Kate: Sambandsslitin Karli að kenna

Kate og Vilhjálmur í Cheltenham í mars síðastliðnum.
Kate og Vilhjálmur í Cheltenham í mars síðastliðnum. MYND/AFP

Karl Bretaprins sagði Vilhjálmi syni sínum að ef hann ætlaði ekki að giftast kærustunni, Kate Middleton, skyldi hann hætta með henni. Þetta er haft eftir samstarfsfélögum Kate í breska blaðinu Daily Mirror. Vilhjálmur mun hafa leitað ráða hjá föður sínum vegna þrýstings um að hann ætti að biðja Kate að giftast sér.

Karl mun hafa sagt að það væri ekki sanngjarnt gagnvart Kate að halda sambandinu áfram ef hann áformaði ekki að giftast henni. Hann vildi að Vilhjálmur nyti lífsins og gerði ekki sömu mistök og hann gerði sjálfur með Díönu. Kate mun hafa sagt samstarfsfélögum sínum hjá Jigsaw fyrirtækinu þetta.

Kate kenndi þannig Karli um sambandsslitin eftir að félagarnir þráspurðu hana um ástæðu þeirra. Einn samstarfsmannanna sagði að Kate talaði venjulega ekki um einnkalíf sitt í vinnunni, en í þetta skipti hefði hún líklega verið búin að fá nóg.

Kate hitti Karl nokkrum sinnum og prinsinn var sagður afar hrifinn af henni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.