Svala og Einar reka nýja búð 28. apríl 2007 15:00 Svala segir búðarrekstur og tónlistina fara vel saman og notaði nýafstaðna tónleikaferð Steed Lord til að kaupa inn. MYND/Anton Parið Svala Björgvinsdóttir og Einar Egilsson sér um rekstur Popp, nýrrar „second hand"-búðar sem verður opnuð í dag undir sama þaki og Spúútnik, Elvis og Rokk og rósir hafa sameinast undir. „Þetta er gjafavöruverslun, þó við séum með fatnað líka. Það er hægt að kaupa allt í búðinni, frá gardínunum til ljósakrónanna," sagði Svala. Fatnaðurinn mun bera meiri keim af götumenningu en í hinum búðunum. „Við verðum með nýja strigaskó og nýjar fatalínur frá New York. Það sem er í búðinni núna er forsmekkurinn að því." Popp er frumraun þeirra skötuhjúa í búðarrekstri. „Þetta er glænýtt fyrir okkur bæði," sagði Svala. „En þetta er ótrúlega gaman, það er frábært fólk að vinna hérna og mikil sköpunargleði í gangi." Á meðal samstarfsfólks þeirra Svölu og Einars er Krummi, bróðir Svölu, sem vinnur í Elvis. „Það var líka ein ástæðan fyrir því að ég var til í þetta. Hann er búinn að vera að vinna hérna og finnst það frábært. Fullt af fólkinu sem vinnur hér er líka í músík og listum, eins og ég og Einar sem erum náttúrulega bæði í Steed Lord," sagði Svala. Henni hefur meira að segja tekist að samræma tónlistina og búðarreksturinn. „Við vorum að spila í New York og Miami um daginn og náðum að kaupa inn dót fyrir búðina í leiðinni. Þetta smellpassar saman," sagði hún. Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
Parið Svala Björgvinsdóttir og Einar Egilsson sér um rekstur Popp, nýrrar „second hand"-búðar sem verður opnuð í dag undir sama þaki og Spúútnik, Elvis og Rokk og rósir hafa sameinast undir. „Þetta er gjafavöruverslun, þó við séum með fatnað líka. Það er hægt að kaupa allt í búðinni, frá gardínunum til ljósakrónanna," sagði Svala. Fatnaðurinn mun bera meiri keim af götumenningu en í hinum búðunum. „Við verðum með nýja strigaskó og nýjar fatalínur frá New York. Það sem er í búðinni núna er forsmekkurinn að því." Popp er frumraun þeirra skötuhjúa í búðarrekstri. „Þetta er glænýtt fyrir okkur bæði," sagði Svala. „En þetta er ótrúlega gaman, það er frábært fólk að vinna hérna og mikil sköpunargleði í gangi." Á meðal samstarfsfólks þeirra Svölu og Einars er Krummi, bróðir Svölu, sem vinnur í Elvis. „Það var líka ein ástæðan fyrir því að ég var til í þetta. Hann er búinn að vera að vinna hérna og finnst það frábært. Fullt af fólkinu sem vinnur hér er líka í músík og listum, eins og ég og Einar sem erum náttúrulega bæði í Steed Lord," sagði Svala. Henni hefur meira að segja tekist að samræma tónlistina og búðarreksturinn. „Við vorum að spila í New York og Miami um daginn og náðum að kaupa inn dót fyrir búðina í leiðinni. Þetta smellpassar saman," sagði hún.
Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira