Vill ekki að klámiðnaður nái fótfestu hér á landi 19. febrúar 2007 15:17 Vefsíða ráðstefnunnnar Geir H. Haarde forsætisráðherra lýsti þeirri skoðun sinni á Alþingi í dag að hann vildi ekki að klámiðnaðurinn næði fótfestu hér á landi. Með því tók hann undir orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, sem gerði fund fólks úr klámiðnaði hér á landi í byrjun marsmánaðar að umtalsefni í fyrirspurnartíma á Alþingi. Geir sagði jafnframt að hann hefði óbeit og andstyggð á klámiðnaðinum og því sem honum fylgdi eins og vændi og mansal, ekki síst því sem sneri að börnum. Geir sagðist hins vegar ekki kunnugt um hvort þeir sem hingað ætluðu að koma myndu standa fyrri slíkri starfsemi og að ekki væri hægt að hefta för þeirra nema ljóst væri að þeir ætluðu að aðhafast eitthvað ólöglegt. Hann sagði að fram hefði komið að lögregla væri með málið til rannsóknar og hann vænti þess að ef um ólöglegt athæfi verði að ræða myndi lögreglan láta til sín taka. Ingibjörg Sólrún benti hins vegar á að málið snerist ekki um persónulegar skoðanir heldur það að menn í klámiðnaði hygðust koma hingað. Vísaði hún í heimasíðu þeirra sem standa að fundinum þar sem fram kæmi að aðilarnir myndu ræða viðskiptatækifæri í greininni. Spurði hún hvort ekki væri hægt að koma þeim skilaboðum til þessara aðila að þeir væru ekki velkomnir hingað til lands. Geir sagðist ekki hafa kynnt sér heimasíðuna en ítrekaði það sem hann hafði sagt áður, að lögregla myndi taka á málinu ef ástæða þætti til. Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra lýsti þeirri skoðun sinni á Alþingi í dag að hann vildi ekki að klámiðnaðurinn næði fótfestu hér á landi. Með því tók hann undir orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, sem gerði fund fólks úr klámiðnaði hér á landi í byrjun marsmánaðar að umtalsefni í fyrirspurnartíma á Alþingi. Geir sagði jafnframt að hann hefði óbeit og andstyggð á klámiðnaðinum og því sem honum fylgdi eins og vændi og mansal, ekki síst því sem sneri að börnum. Geir sagðist hins vegar ekki kunnugt um hvort þeir sem hingað ætluðu að koma myndu standa fyrri slíkri starfsemi og að ekki væri hægt að hefta för þeirra nema ljóst væri að þeir ætluðu að aðhafast eitthvað ólöglegt. Hann sagði að fram hefði komið að lögregla væri með málið til rannsóknar og hann vænti þess að ef um ólöglegt athæfi verði að ræða myndi lögreglan láta til sín taka. Ingibjörg Sólrún benti hins vegar á að málið snerist ekki um persónulegar skoðanir heldur það að menn í klámiðnaði hygðust koma hingað. Vísaði hún í heimasíðu þeirra sem standa að fundinum þar sem fram kæmi að aðilarnir myndu ræða viðskiptatækifæri í greininni. Spurði hún hvort ekki væri hægt að koma þeim skilaboðum til þessara aðila að þeir væru ekki velkomnir hingað til lands. Geir sagðist ekki hafa kynnt sér heimasíðuna en ítrekaði það sem hann hafði sagt áður, að lögregla myndi taka á málinu ef ástæða þætti til.
Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira