Töfrandi bæjarstemning 21. júlí 2007 02:30 Leó Bremond Óliversson svipaði mikið til galdrastráksins Harry Potter, þar sem hann beið þolinmóður fyrir utan Mál og menningu. Hann hafði ekki lesið allar bækurnar, enda einungis átta ára gamall, en er sérlegur aðdáandi myndanna. fréttablaðið/rósa Aðdáendur Harry Potter settu svip sinn á miðbæ Reykjavíkur í gær, þar sem þeir biðu þolinmóðir eftir því að koma höndum yfir eintak af síðustu bókinni í bókaflokknum um Harry Potter. Fyrir utan verslunina Nexus við Hverfisgötu hafði starfsfólk slegið upp tjöldum til að vernda hópinn gegn rigningarúða. Um eiginlega röð var því ekki að ræða, en aðdáendur voru í staðinn númeraðir. Dagmar Ríkharðsdóttir var þar fremst í flokki, en hún kom sér fyrir klukkan 18 á fimmtudagskvöldi, vopnuð svefnpoka. Hópurinn var sammála um að stemningin í röðinni væri aðalaðdráttaraflið. „Þetta er líka síðasta tækifærið til að gera eitthvað svona, það er mjög ólíklegt að það gerist aftur að það byggist upp svona tíu ára stemning,“ sagði Ingibjörg Kristjánsdóttir. texti fylgir Eftir stutta könnun kom í ljós að Halla Halldórsdóttir átti væntanlega metið í lestri á Harry Potter. „Ég held ég hafi lesið fyrstu bókina svona tuttugu sinnum. En svo fækkar skiptunum eftir því sem bækurnar verða lengri,“ sagði Halla. Guðni Teitur Björgvinsson, fremsti maður í röðinni við verslun Máls og menningar á Laugavegi, tók sér stöðu um sexleytið í gærmorgun ásamt Tómasi Valgeirssyni. Guðni gerðist svo frægur að bera sigur úr býtum í keppni sem haldin var fyrir nokkrum árum, þar sem leitað var að tvífara Harry Potter. „Það var þegar ég hafði hár,“ sagði hann sposkur. Þeir Guðni og Tómas voru á sama máli um það að stemningin skipti öllu máli. „Þetta er svo mikið „the end of an era“ að maður verður einhvern veginn að tilheyra þessu á einn eða annan hátt,“ sagði Tómas. texti fylgir Leó Bremond Óliverson hafði setið í röð í um klukkutíma, í fylgd stóru systur sinnar, Ölmu, þegar blaðamann bar að garði. Hann var sigurstranglegur í búningakeppninni sem Mál og menning stóð fyrir í gær, enda klæddur sem galdrastrákurinn sjálfur. Leó, sem er átta ára, var ekki búinn að lesa allar bækurnar. „En ég er búinn að sjá allar myndirnar, nema þessa síðustu,“ sagði Leó, sem kvaðst þó ætla að lesa síðustu bókina upp á eigin spýtur. texti fylgir Leó fékk dálitla aðstoð við gerð búningsins. „Mamma mín er að vinna í búð sem heitir Kisan, og það er ein sem er að vinna með henni sem gerði þetta,“ útskýrði hann. Leó virtist ákveðinn í því að bíða fram á kvöld, þó að stóra systir hans tæki í aðeins annan streng. „Við erum ekki alveg viss,“ sagði Alma. Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira
Aðdáendur Harry Potter settu svip sinn á miðbæ Reykjavíkur í gær, þar sem þeir biðu þolinmóðir eftir því að koma höndum yfir eintak af síðustu bókinni í bókaflokknum um Harry Potter. Fyrir utan verslunina Nexus við Hverfisgötu hafði starfsfólk slegið upp tjöldum til að vernda hópinn gegn rigningarúða. Um eiginlega röð var því ekki að ræða, en aðdáendur voru í staðinn númeraðir. Dagmar Ríkharðsdóttir var þar fremst í flokki, en hún kom sér fyrir klukkan 18 á fimmtudagskvöldi, vopnuð svefnpoka. Hópurinn var sammála um að stemningin í röðinni væri aðalaðdráttaraflið. „Þetta er líka síðasta tækifærið til að gera eitthvað svona, það er mjög ólíklegt að það gerist aftur að það byggist upp svona tíu ára stemning,“ sagði Ingibjörg Kristjánsdóttir. texti fylgir Eftir stutta könnun kom í ljós að Halla Halldórsdóttir átti væntanlega metið í lestri á Harry Potter. „Ég held ég hafi lesið fyrstu bókina svona tuttugu sinnum. En svo fækkar skiptunum eftir því sem bækurnar verða lengri,“ sagði Halla. Guðni Teitur Björgvinsson, fremsti maður í röðinni við verslun Máls og menningar á Laugavegi, tók sér stöðu um sexleytið í gærmorgun ásamt Tómasi Valgeirssyni. Guðni gerðist svo frægur að bera sigur úr býtum í keppni sem haldin var fyrir nokkrum árum, þar sem leitað var að tvífara Harry Potter. „Það var þegar ég hafði hár,“ sagði hann sposkur. Þeir Guðni og Tómas voru á sama máli um það að stemningin skipti öllu máli. „Þetta er svo mikið „the end of an era“ að maður verður einhvern veginn að tilheyra þessu á einn eða annan hátt,“ sagði Tómas. texti fylgir Leó Bremond Óliverson hafði setið í röð í um klukkutíma, í fylgd stóru systur sinnar, Ölmu, þegar blaðamann bar að garði. Hann var sigurstranglegur í búningakeppninni sem Mál og menning stóð fyrir í gær, enda klæddur sem galdrastrákurinn sjálfur. Leó, sem er átta ára, var ekki búinn að lesa allar bækurnar. „En ég er búinn að sjá allar myndirnar, nema þessa síðustu,“ sagði Leó, sem kvaðst þó ætla að lesa síðustu bókina upp á eigin spýtur. texti fylgir Leó fékk dálitla aðstoð við gerð búningsins. „Mamma mín er að vinna í búð sem heitir Kisan, og það er ein sem er að vinna með henni sem gerði þetta,“ útskýrði hann. Leó virtist ákveðinn í því að bíða fram á kvöld, þó að stóra systir hans tæki í aðeins annan streng. „Við erum ekki alveg viss,“ sagði Alma.
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira