Valsmenn færast nær meisturunum 17. júlí 2007 03:00 Kristján Hauksson nær hér boltanum af Helga Sigurðssyni í Laugardalnum í gær. fréttablaðið/anton Valsmenn galopnuðu baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn með sínum þriðja sigurleik í röð í Landsbankadeildinni í gærkvöldi. Erkifjendurnir úr Fram láu í valnum í þetta skiptið en Valur er nú komið með 21 stig í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum minna en Íslandsmeistarar FH, sem hafa aðeins náð í fjögur stig í síðustu þremur leikjum. Fótboltinn sem liðinu buðu upp á í Laugardalnum í gær var ekki sá besti sem sést hefur í sumar en baráttan hjá báðum liðum var sannarlega til staðar. Valsmenn byrjuðu leikinn með látum og uppskáru mark strax í upphafi þegar Guðmundur litli Benediktsson, af öllum mönnum, skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Framarar vönkuðust greinilega við markið og áttu í erfiðleikum næstu mínútur, ekki síst við að verjast föstum leikatriðum Valsmanna. Þeir náðu þó að ranka við sér eftir því sem leið á fyrri hálfleik og náðu nokkrum sinnum að velgja Valsmönnum undir uggum, án þess þó að skapa sér nein afgerandi færi. Það eru þó engin ný tíðindi fyrir Ólaf Þórðarson, þjálfara Fram, sem vantar sárlega leikmann til að klára færin - leikmann sem þefar uppi fyrirgjafirnar inn í vítateignum. Jónas Grani Garðarsson, sem var fremsti maður Fram í gær, er ekki þessi leikmaður. Þetta sést best á því að þrátt fyrir að Framarar hafi verið síst lakari aðilinn stóran hluta fyrri hálfleiks kom fyrsta markskot liðsins ekki fyrr en á lokamínútu hálfleiksins. Alls átti liðið sex skot í leiknum og rataði ekkert þeirra á markið. Framarar reyndu hvað þeir gátu að skapa hættu upp við mark Vals í síðari hálfleik en vörn þeirra rauðklæddu var föst fyrir og gaf afar fá færi á sér. Smám saman fjaraði undan sóknartilburðum Framara og eftir að Kristján Hauksson náði sér í tvö gul spjöld með rúmlega einnar mínútu millibili varð allur vindur úr gestunum. Einum leikmanni fleiri gátu Valsmenn sigldu fleyinu örugglega í höfn án teljandi mótspyrnu og bætti Kristinn Hafliðason við öðru marki á 87. mínútu. Eins og áður segir var það vöntun á markagræðgi sem varð Fram að falli í gær, og ekki í fyrsta sinn í sumar. Liðið verst ágætlega og í sókninni eru ágætis hugmyndir í gangi, en leikmenn ná ekki að vinna nægilega vel úr þeim. Valsmenn voru alls ekki upp á sitt besta í gær en gerðu það sem þurfti og gott betur. Vörnin var mjög öflug með Atla Svein Þórarinsson sem besta mann og á miðjunni var Baldur Bett gríðarlega öflugur, sívinnandi og spilaði boltanum vel frá sér. Hollingin á liði Vals er farið að minna nokkuð á helstu keppinautana úr Hafnarfirðinum, liðið er alltaf líklegt til að skora og innbyrðir þrjú stig þrátt fyrir að spila ekki sinn besta leik. Það eitt gerir gerir Valsmenn líklega til að veita Hafnfirðingum harða keppni allt fram til loka Íslandsmótsins. "Við gefum þeim ódýrt mark í byrjun leiks og erum síðan að basla með það allan leikinn. Brottreksturinn setur okkur síðan gjörsamlega út úr leiknum og annað markið slátrar síðan leiknum," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Fram í viðtali við Sýn í gær. "Við erum að spila varnarleikinn mjög vel, höldum Helga og Gumma vel í skefjum en gefum þeim tvö mörk eftir föst leikatriði og það er ekki nógu gott," sagði Reynir Leósson, fyrirliði Framara í viðtali við Sýn í gær. Við áttum í lungan af leiknum undir högg að sækja og við lifum ekki í blekkingu með það. Við stóðum vaktina vel til baka og Kjartan markvö0rður var mjög öruggur í sínum aðgerðum. Það hélt okkur á floti með Framarar herjuðu á okkur. Það er ákveðinn styrkur í að vinna svona leik. Munururinn á liðunum í dag var einfaldlega bara sjálfstraustið," sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals í viðtali við Sýn eftir leikinn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Valsmenn galopnuðu baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn með sínum þriðja sigurleik í röð í Landsbankadeildinni í gærkvöldi. Erkifjendurnir úr Fram láu í valnum í þetta skiptið en Valur er nú komið með 21 stig í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum minna en Íslandsmeistarar FH, sem hafa aðeins náð í fjögur stig í síðustu þremur leikjum. Fótboltinn sem liðinu buðu upp á í Laugardalnum í gær var ekki sá besti sem sést hefur í sumar en baráttan hjá báðum liðum var sannarlega til staðar. Valsmenn byrjuðu leikinn með látum og uppskáru mark strax í upphafi þegar Guðmundur litli Benediktsson, af öllum mönnum, skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Framarar vönkuðust greinilega við markið og áttu í erfiðleikum næstu mínútur, ekki síst við að verjast föstum leikatriðum Valsmanna. Þeir náðu þó að ranka við sér eftir því sem leið á fyrri hálfleik og náðu nokkrum sinnum að velgja Valsmönnum undir uggum, án þess þó að skapa sér nein afgerandi færi. Það eru þó engin ný tíðindi fyrir Ólaf Þórðarson, þjálfara Fram, sem vantar sárlega leikmann til að klára færin - leikmann sem þefar uppi fyrirgjafirnar inn í vítateignum. Jónas Grani Garðarsson, sem var fremsti maður Fram í gær, er ekki þessi leikmaður. Þetta sést best á því að þrátt fyrir að Framarar hafi verið síst lakari aðilinn stóran hluta fyrri hálfleiks kom fyrsta markskot liðsins ekki fyrr en á lokamínútu hálfleiksins. Alls átti liðið sex skot í leiknum og rataði ekkert þeirra á markið. Framarar reyndu hvað þeir gátu að skapa hættu upp við mark Vals í síðari hálfleik en vörn þeirra rauðklæddu var föst fyrir og gaf afar fá færi á sér. Smám saman fjaraði undan sóknartilburðum Framara og eftir að Kristján Hauksson náði sér í tvö gul spjöld með rúmlega einnar mínútu millibili varð allur vindur úr gestunum. Einum leikmanni fleiri gátu Valsmenn sigldu fleyinu örugglega í höfn án teljandi mótspyrnu og bætti Kristinn Hafliðason við öðru marki á 87. mínútu. Eins og áður segir var það vöntun á markagræðgi sem varð Fram að falli í gær, og ekki í fyrsta sinn í sumar. Liðið verst ágætlega og í sókninni eru ágætis hugmyndir í gangi, en leikmenn ná ekki að vinna nægilega vel úr þeim. Valsmenn voru alls ekki upp á sitt besta í gær en gerðu það sem þurfti og gott betur. Vörnin var mjög öflug með Atla Svein Þórarinsson sem besta mann og á miðjunni var Baldur Bett gríðarlega öflugur, sívinnandi og spilaði boltanum vel frá sér. Hollingin á liði Vals er farið að minna nokkuð á helstu keppinautana úr Hafnarfirðinum, liðið er alltaf líklegt til að skora og innbyrðir þrjú stig þrátt fyrir að spila ekki sinn besta leik. Það eitt gerir gerir Valsmenn líklega til að veita Hafnfirðingum harða keppni allt fram til loka Íslandsmótsins. "Við gefum þeim ódýrt mark í byrjun leiks og erum síðan að basla með það allan leikinn. Brottreksturinn setur okkur síðan gjörsamlega út úr leiknum og annað markið slátrar síðan leiknum," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Fram í viðtali við Sýn í gær. "Við erum að spila varnarleikinn mjög vel, höldum Helga og Gumma vel í skefjum en gefum þeim tvö mörk eftir föst leikatriði og það er ekki nógu gott," sagði Reynir Leósson, fyrirliði Framara í viðtali við Sýn í gær. Við áttum í lungan af leiknum undir högg að sækja og við lifum ekki í blekkingu með það. Við stóðum vaktina vel til baka og Kjartan markvö0rður var mjög öruggur í sínum aðgerðum. Það hélt okkur á floti með Framarar herjuðu á okkur. Það er ákveðinn styrkur í að vinna svona leik. Munururinn á liðunum í dag var einfaldlega bara sjálfstraustið," sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals í viðtali við Sýn eftir leikinn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira