Treystir ljónum betur en fólki 9. júlí 2007 09:30 Kevin umgengst ljónin eins og venjulegt fólk umgengst kettlinga. Kevin Richardson er nýjasta stjarnan í dýralífsþáttagerð og hefur verið nefndur næsti Steve Irwin. Hann hefur einstakt lag á ljónum og getur fengið villtustu karldýrin til að leika við sig. „Ég hef verið kallaður klikkaður, oft og mörgum sinnum. En fyrir mér er miklu hættulegra að keyra á hraðbrautinni. Það er raunveruleg klikkun," segir Kevin, sem hefur sérhæft sig í atferli spendýra og starfar í ljónagarði í Suður-Afríku. Hann er 32 ára gamall og hefur rannsakað líf og hegðun ljóna frá unglingsaldri. Á þeim tíma hefur hann náð að þróa einstakan hæfileika sem gerir það að verkum að hann getur, algjörlega áhyggjulaus, sofið með heilli ljónahjörð og jafnvel kysst og knúsað ljónaunga með samþykki móðurinnar. Myndbönd með Kevin er að finna á YouTube og þættir með honum hafa verið sýndir á sjónvarpsstöðvum sem sérhæfa sig í dýralífi. Ljónin sækjast í kossa og faðmlög með Kevin. Ljónin líta á Kevin sem einn af þeim. „Þau sjá mig sem eitt af þeim. Þau ná að tengja mig við sig og treysta mér," sagði Kevin þegar hann var spurður að því hvernig hann færi að. Hann segist ekki geta útskýrt hvernig hann nálgast ljónin öðruvísi en aðrir - fyrir honum sé þetta einfaldlega meðfætt. „Því hefur verið haldið fram að ég hafi verið ljón í fyrra lífi. Ég gef nú lítið fyrir það," segir Kevin, sem nefndur hefur verið næsti Steve Irwin, ástralski krókódílafræðingurinn sem lést á síðasta ári. „Þetta er ótrúlegur og einstakur hæfileiki. Ljónin elska Kevin en samt sem áður fær hann alla okkar virðingu fyrir að þora að klappa og kyssa þessi dýr. Það er með ólíkindum," segir Ian Melass, eigandi ljónagarðsins sem Kevin vinnur í. Kevin finnst fátt skemmtilegra en að slást við ljónin sem þó gera honum aldrei mein. Ástríða og áhugi Kevins á villtum dýrum er langt um meiri en venja er hjá dýravinum. Segist hann jafnvel bera meiri tilfinningar til ljóna en eiginkonu sinnar. „Lykilorðin eru ást og virðing. Ljónin skynja þá skilyrðislausu ást sem ég ber til þeirra," segir Kevin og bætir við að hann treysti ljónum miklu betur en mannfólki. „Ég hef aldrei áhyggjur af því að ljón muni stinga mig í bakið. Það eru miklu meiri líkur á að manneskjur komi mér í vandræði." Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Sjá meira
Kevin Richardson er nýjasta stjarnan í dýralífsþáttagerð og hefur verið nefndur næsti Steve Irwin. Hann hefur einstakt lag á ljónum og getur fengið villtustu karldýrin til að leika við sig. „Ég hef verið kallaður klikkaður, oft og mörgum sinnum. En fyrir mér er miklu hættulegra að keyra á hraðbrautinni. Það er raunveruleg klikkun," segir Kevin, sem hefur sérhæft sig í atferli spendýra og starfar í ljónagarði í Suður-Afríku. Hann er 32 ára gamall og hefur rannsakað líf og hegðun ljóna frá unglingsaldri. Á þeim tíma hefur hann náð að þróa einstakan hæfileika sem gerir það að verkum að hann getur, algjörlega áhyggjulaus, sofið með heilli ljónahjörð og jafnvel kysst og knúsað ljónaunga með samþykki móðurinnar. Myndbönd með Kevin er að finna á YouTube og þættir með honum hafa verið sýndir á sjónvarpsstöðvum sem sérhæfa sig í dýralífi. Ljónin sækjast í kossa og faðmlög með Kevin. Ljónin líta á Kevin sem einn af þeim. „Þau sjá mig sem eitt af þeim. Þau ná að tengja mig við sig og treysta mér," sagði Kevin þegar hann var spurður að því hvernig hann færi að. Hann segist ekki geta útskýrt hvernig hann nálgast ljónin öðruvísi en aðrir - fyrir honum sé þetta einfaldlega meðfætt. „Því hefur verið haldið fram að ég hafi verið ljón í fyrra lífi. Ég gef nú lítið fyrir það," segir Kevin, sem nefndur hefur verið næsti Steve Irwin, ástralski krókódílafræðingurinn sem lést á síðasta ári. „Þetta er ótrúlegur og einstakur hæfileiki. Ljónin elska Kevin en samt sem áður fær hann alla okkar virðingu fyrir að þora að klappa og kyssa þessi dýr. Það er með ólíkindum," segir Ian Melass, eigandi ljónagarðsins sem Kevin vinnur í. Kevin finnst fátt skemmtilegra en að slást við ljónin sem þó gera honum aldrei mein. Ástríða og áhugi Kevins á villtum dýrum er langt um meiri en venja er hjá dýravinum. Segist hann jafnvel bera meiri tilfinningar til ljóna en eiginkonu sinnar. „Lykilorðin eru ást og virðing. Ljónin skynja þá skilyrðislausu ást sem ég ber til þeirra," segir Kevin og bætir við að hann treysti ljónum miklu betur en mannfólki. „Ég hef aldrei áhyggjur af því að ljón muni stinga mig í bakið. Það eru miklu meiri líkur á að manneskjur komi mér í vandræði."
Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Sjá meira