Meira fjármagn þarf til rannsókna efnahagsbrota Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 14. júní 2007 19:07 Hvítflibbaglæpir verða algengari með auknu flæði fjármagns í alþjóðasamfélaginu. Arðbærasti glæpurinn í dag er sala á eftirlíkingum tískuvara sem færir mun meiri hagnað en fæst af flutningi og sölu fíkniefna. Mun meira fjármagn þarf til efnahagsrannsókna hér á landi til að takast á við glæpi af þessu tagi.Samtök atvinnulífsins og saksóknari efnahagsbrota stóðu fyrir morgunverðarfundi á Grand Hótel í morgun. Þar voru ræddir svokallaðir hvítflibbaglæpir og viðbrögð við þeim. Hér á landi eru það helst skattalagabrot, auðgunarbrot í rekstri fyrirtækja og tollsvikamál sem koma upp. Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari efnahagsbrota segir Ísland ekki hafa komið nógu vel út í alþjóðlegri úttekt á peningaþvætti. Ljóst sé að fjölga verði í einingunni til að ná alþljóðamarkmiðum.Hann segir bankana hér þó hafa tekið sig mikið á.Guðjón Rúnarsson framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja segir að íslensk fjármálafyrirtæki séu að komast í fremstu röð meðal Evrópuþjóða í vörnum gegn peningaþvætti.Garðar G. Gíslason hæstaréttarlögmaður segir að tafir á meðferð mála af þessu tagi séu óviðunandi og brot á mannréttindum. Hann kennir um óskilvirku kerfi, mannfæð og of mörgum stofnunum sem komi að málunum. Helgi segir að tvöfalda þurfi starfsmannafjölda og auka fjármagn töluvert inn í efnahagsbrotadeildina svo unnt sé að sinna málum á viðunandi hátt. Þá vill Helgi aukna heimild til lögreglustjórasátta í málum af þessu tagi þannig að aðilar geti valið um hvort þeir vilji taka málin áfram í dómskerfinu eða ljúka því með þessum hætti. Í Noregi er þessari aðferð beitt með góðum árangri að sögn Helga. Hún sparar bæði tíma og fjármagn þar sem fyrirtæki greiða tugi og jafnvel hundruð milljóna í sektir.Sarah Jane Hughes prófessor í lögum ivð háskólann í Indiana í Bandaríkjunum segir arðbærustu efnahagsbrotin brot á einkarétti. Hagnaður af sölu á eftirlíkingum lúxusvara sé meiri en af eiturlyfjjum og vopnasmygli. Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Hvítflibbaglæpir verða algengari með auknu flæði fjármagns í alþjóðasamfélaginu. Arðbærasti glæpurinn í dag er sala á eftirlíkingum tískuvara sem færir mun meiri hagnað en fæst af flutningi og sölu fíkniefna. Mun meira fjármagn þarf til efnahagsrannsókna hér á landi til að takast á við glæpi af þessu tagi.Samtök atvinnulífsins og saksóknari efnahagsbrota stóðu fyrir morgunverðarfundi á Grand Hótel í morgun. Þar voru ræddir svokallaðir hvítflibbaglæpir og viðbrögð við þeim. Hér á landi eru það helst skattalagabrot, auðgunarbrot í rekstri fyrirtækja og tollsvikamál sem koma upp. Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari efnahagsbrota segir Ísland ekki hafa komið nógu vel út í alþjóðlegri úttekt á peningaþvætti. Ljóst sé að fjölga verði í einingunni til að ná alþljóðamarkmiðum.Hann segir bankana hér þó hafa tekið sig mikið á.Guðjón Rúnarsson framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja segir að íslensk fjármálafyrirtæki séu að komast í fremstu röð meðal Evrópuþjóða í vörnum gegn peningaþvætti.Garðar G. Gíslason hæstaréttarlögmaður segir að tafir á meðferð mála af þessu tagi séu óviðunandi og brot á mannréttindum. Hann kennir um óskilvirku kerfi, mannfæð og of mörgum stofnunum sem komi að málunum. Helgi segir að tvöfalda þurfi starfsmannafjölda og auka fjármagn töluvert inn í efnahagsbrotadeildina svo unnt sé að sinna málum á viðunandi hátt. Þá vill Helgi aukna heimild til lögreglustjórasátta í málum af þessu tagi þannig að aðilar geti valið um hvort þeir vilji taka málin áfram í dómskerfinu eða ljúka því með þessum hætti. Í Noregi er þessari aðferð beitt með góðum árangri að sögn Helga. Hún sparar bæði tíma og fjármagn þar sem fyrirtæki greiða tugi og jafnvel hundruð milljóna í sektir.Sarah Jane Hughes prófessor í lögum ivð háskólann í Indiana í Bandaríkjunum segir arðbærustu efnahagsbrotin brot á einkarétti. Hagnaður af sölu á eftirlíkingum lúxusvara sé meiri en af eiturlyfjjum og vopnasmygli.
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira